Erlent

"Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur.

"Ostaheróínið" er blanda af mexíkönsku heróíni og lyfjum sem hefur verið smyglað yfir landamærin og það er banvæn blanda. "Ef þú tekur lyf sem að hægja á öllum líkamanum endar það það þannig að þú hægir á hjartanu og það endar með hjartastoppi og þá ertu dauður," sagði Monty Moncibais, lögreglumaður í Dallas.

Moncibais segir að allt verði gert til að heróínið nái ekki útbreiðslu út fyrir Dallas, en það verði erfitt vegna internetsins og GSM síma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×