Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2016 16:04 Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mynd úr safni. Vísir/GVA Utanríkisráðuneytið segir að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi verið kynntar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar strax 12. mars árið 2014 á fundi með framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 21. mars sama ár voru fyrstu þvingunaraðgerðir Íslands kynntar. Það sé því ekki rétt sem fram kom í máli Jens Garðars Helgasonar, formanns samtakanna, í þættinum Vikulokin á Rás 1 um helgina að hagsmunaaðilar og Alþingi hafi ekki frétt að Ísland styddi þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vorið 2014 fyrr en 4-5 mánuðum síðar og að Alþingi og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi fyrst heyrt af því í rússneskum fjölmiðlum í ágúst 2015 að Ísland hafi framlengt þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi.Jens Garðar Helgason, formaður SFS.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Héldu fundi með hagsmunaaðilum Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti sem send er út í tilefni af áðurnefndu viðtali. Þar segir meðal annars að ráðuneytið hafi upplýst utanríkismálanefnd reglulega um framvindu mála í Úkraínu og að þátttaka í alþjóðlegum aðgerðum hafi verið rædd á fjölmörgum fundum með nefndinni. Utanríkisráðuneytið segir enn fremur að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi verið upplýstir á fyrri stigum um þróun mála, stefnu Íslands og ákvarðanir. „Haldnir voru tveir fundir með hagsmunaaðilum og Íslandsstofu um mögulegar aðgerðir ef markaðir í Rússlandi skyldu lokast,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. „Í janúar 2015 varð fréttaflutningur í Rússlandi t.d. til að auka áhyggjur um að Ísland kynni að verða fyrir barðinu á viðskiptabanni Rússa líkt og Noregur og var þá fundað með útflytjendum. Samsvarandi fundur var haldinn 5. ágúst 2015 þar stjórnvöld ítrekuðu vilja sinn til að aðstoða við að leita uppi nýja markaði og greiða fyrir viðskiptum,“ segir einnig í tilkynningunni.Ekki bara vopnasölubann Utanríkisráðuneytið segir þá ekki rétt að aðgerðirnar séu vopnasölubann eins og Jens hafi sagt; þær séu mun víðtækari. Fyrst hafi aðgerðirnar snúið að því að takmarka ferðafrelsi tiltekinna einstaklinga og frystingu fjármuna þeirra og tiltekinna fyrirtækja en eftir að farþegaflugvél var skotin niður yfir Krímskaga hafi aðgerðirnar verið hertar. „Einstaklingum og fyrirtækjum var bætt á bannlista, aðgangur rússneskra aðila að lánamörkuðum takmarkaður, viðskipti með hergögn bönnuð, viðskipti bönnuð með vörur sem hafa tvíþætt notagildi og viðskipti takmörkuð varðandi þýðingarmikla tækni, m.a. í olíu- og orkugeiranum,“ segir í tilkynningunni.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti eru leiðtogar stærstu Evrópusambandsríkjanna, sem hafa allar stutt þvinganirnar.Vísir/AFPMeðal þess sem formaðurinn gagnrýndi var að engin samstaða sé um þvingunaraðgerðirnar á meðal Evrópuríkja og að einstök ríki eigi blómleg viðskipti við Rússland. Utanríkisráðuneytið bendir hins vegar á að Evrópusambandið hafi einróma samþykkt allar aðgerðir sem farið hefur verið í en að Evrópuríki eigi áfram í verulegum viðskiptum við Rússland þar sem innflutningsbann Rússa beinist að matvælum. Þar á meðal eigi Ísland enn í nokkrum viðskiptum við landið.Misskilningur að NATO beiti þvingunumJens hefur einnig staðhæft að þvingunaraðgerðirnar séu ekki á vegum NATO og þess vegna séu til að mynda Tyrkir ekki í hópi þeirra ríkja sem beita þvingununum. Utanríkisráðuneytið segir Jens misskilja málið í grundvallaratriðum. „Atlandshafsbandalagið (NATO) getur ekki beitt efnahagslegum þvingunaraðgerðum enda varnarbandalag. Það getur hins vegar stutt þvingunaraðgerðir ESB, Bandaríkjanna og annarra ríkja. Allir þjóðarleiðtogar Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. Tyrklands, samþykktu t.a.m. einróma lokayfirlýsingu síðasta leiðtogafundar NATO, haustið 2014, þar sem lýst er yfir stuðningi við allar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi,“ segir ráðuneytið í tilkynningunni. Þá hafnar ráðuneytið því að hafa sagt að vera Íslands í NATO væri í uppnámi ef við styddum ekki aðgerðirnar. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja væri hins vegar meiriháttar frávik frá utanríkisstefnu Íslands. „Það væri ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar nánustu samstarfsþjóða um vegferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum og trúverðugleika sem bandamanns,“ segir í tilkynningunni. Það myndi vafalaust hafa neikvæð áhrif á samskipti við helstu bandamenn og bendir ráðuneytið á að Bandaríkin hafi víðtækar lagaheimildir til að beita fyrirtæki sem eru í samskiptum við rússnesk fyrirtæki á bannlista þeirra viðurlögum. Gunnar Bragi utanríkisráðherra hefur viljað halda þvingununum til streytu.Vísir/Pjetur„Kunnugt er um dæmi þess að sænsk og finnsk fyrirtæki hafi verið sett bannlista í Bandaríkjunum og allar eigur þeirra í Bandaríkjunum frystar. Enginn bandarískur aðili getur átt viðskipti við þessi fyrirtæki. Ekki er hægt að útiloka að slíkt gæti einnig beðið íslenskra fyrirtækja ef horfið er frá þátttöku í þvingununum,“ segir ráðuneytið.Erum víst með utanríkisstefnuRáðuneytið segir þá málflutning Jens þar sem hann dregur í efa að Ísland hafi sjálfstæða utanríkisstefnu og að ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á hagsmunum Íslands dæmi sig sjálfan. „Ísland hefur sannarlega sjálfstæða utanríkisstefnu og á henni byggist einmitt sú ákvörðun að styðja þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna framferðis Rússlandsstjórnar gagnvart Úkraínu,“ segir í tilkynningunni. Þá efast ráðuneytið um íslenska þjóðarbúið sé að taka á sig hlutfallslega tuttugufalt stærri skell en hinar tæplega fjörutíu þjóðirnar sem standa að þvingunaraðgerðunum, líkt og Jens hefur staðhæft. Það sé órökstutt hjá honum. „Vert er að benda á að afkoma sjávarútvegs árið 2015 er meðal þess besta í lýðveldissögunni auk þess sem útflutningsverðmæti uppsjávarafurða á árinu 2015 er litlu minna en árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Ráðuneytið hafnar því einnig að enginn háttsettur bandarískur ráðamaður hafi komið hingað til lands í mörg ár og telur upp heimsóknir nokkurra aðila allt frá árinu 2002, þegar Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í heimsókn í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO. Utanríkisráðuneytið bendir hins vegar á að einstaka stefnumál, líkt og hvalveiðar, hafi haft áhrif á tíðni heimsókna bandarískra ráðamanna. „Ísland rekur hins vegar sjálfstæða utanríkisstefnu og lætur ekki undan þess konar þrýstingi, enda grundvallast íslensk utanríkisstefna á virðingu fyrir alþjóðalögum. Það á við um bæði rétt til hvalveiða sem og framferði rússneskra yfirvalda í Úkraínu,“ segir í tilkynningunni.Tilkynninguna í heild sinni má lesa á vef ráðuneytisins. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi verið kynntar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar strax 12. mars árið 2014 á fundi með framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 21. mars sama ár voru fyrstu þvingunaraðgerðir Íslands kynntar. Það sé því ekki rétt sem fram kom í máli Jens Garðars Helgasonar, formanns samtakanna, í þættinum Vikulokin á Rás 1 um helgina að hagsmunaaðilar og Alþingi hafi ekki frétt að Ísland styddi þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vorið 2014 fyrr en 4-5 mánuðum síðar og að Alþingi og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi fyrst heyrt af því í rússneskum fjölmiðlum í ágúst 2015 að Ísland hafi framlengt þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi.Jens Garðar Helgason, formaður SFS.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Héldu fundi með hagsmunaaðilum Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti sem send er út í tilefni af áðurnefndu viðtali. Þar segir meðal annars að ráðuneytið hafi upplýst utanríkismálanefnd reglulega um framvindu mála í Úkraínu og að þátttaka í alþjóðlegum aðgerðum hafi verið rædd á fjölmörgum fundum með nefndinni. Utanríkisráðuneytið segir enn fremur að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi verið upplýstir á fyrri stigum um þróun mála, stefnu Íslands og ákvarðanir. „Haldnir voru tveir fundir með hagsmunaaðilum og Íslandsstofu um mögulegar aðgerðir ef markaðir í Rússlandi skyldu lokast,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. „Í janúar 2015 varð fréttaflutningur í Rússlandi t.d. til að auka áhyggjur um að Ísland kynni að verða fyrir barðinu á viðskiptabanni Rússa líkt og Noregur og var þá fundað með útflytjendum. Samsvarandi fundur var haldinn 5. ágúst 2015 þar stjórnvöld ítrekuðu vilja sinn til að aðstoða við að leita uppi nýja markaði og greiða fyrir viðskiptum,“ segir einnig í tilkynningunni.Ekki bara vopnasölubann Utanríkisráðuneytið segir þá ekki rétt að aðgerðirnar séu vopnasölubann eins og Jens hafi sagt; þær séu mun víðtækari. Fyrst hafi aðgerðirnar snúið að því að takmarka ferðafrelsi tiltekinna einstaklinga og frystingu fjármuna þeirra og tiltekinna fyrirtækja en eftir að farþegaflugvél var skotin niður yfir Krímskaga hafi aðgerðirnar verið hertar. „Einstaklingum og fyrirtækjum var bætt á bannlista, aðgangur rússneskra aðila að lánamörkuðum takmarkaður, viðskipti með hergögn bönnuð, viðskipti bönnuð með vörur sem hafa tvíþætt notagildi og viðskipti takmörkuð varðandi þýðingarmikla tækni, m.a. í olíu- og orkugeiranum,“ segir í tilkynningunni.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti eru leiðtogar stærstu Evrópusambandsríkjanna, sem hafa allar stutt þvinganirnar.Vísir/AFPMeðal þess sem formaðurinn gagnrýndi var að engin samstaða sé um þvingunaraðgerðirnar á meðal Evrópuríkja og að einstök ríki eigi blómleg viðskipti við Rússland. Utanríkisráðuneytið bendir hins vegar á að Evrópusambandið hafi einróma samþykkt allar aðgerðir sem farið hefur verið í en að Evrópuríki eigi áfram í verulegum viðskiptum við Rússland þar sem innflutningsbann Rússa beinist að matvælum. Þar á meðal eigi Ísland enn í nokkrum viðskiptum við landið.Misskilningur að NATO beiti þvingunumJens hefur einnig staðhæft að þvingunaraðgerðirnar séu ekki á vegum NATO og þess vegna séu til að mynda Tyrkir ekki í hópi þeirra ríkja sem beita þvingununum. Utanríkisráðuneytið segir Jens misskilja málið í grundvallaratriðum. „Atlandshafsbandalagið (NATO) getur ekki beitt efnahagslegum þvingunaraðgerðum enda varnarbandalag. Það getur hins vegar stutt þvingunaraðgerðir ESB, Bandaríkjanna og annarra ríkja. Allir þjóðarleiðtogar Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. Tyrklands, samþykktu t.a.m. einróma lokayfirlýsingu síðasta leiðtogafundar NATO, haustið 2014, þar sem lýst er yfir stuðningi við allar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi,“ segir ráðuneytið í tilkynningunni. Þá hafnar ráðuneytið því að hafa sagt að vera Íslands í NATO væri í uppnámi ef við styddum ekki aðgerðirnar. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja væri hins vegar meiriháttar frávik frá utanríkisstefnu Íslands. „Það væri ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar nánustu samstarfsþjóða um vegferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum og trúverðugleika sem bandamanns,“ segir í tilkynningunni. Það myndi vafalaust hafa neikvæð áhrif á samskipti við helstu bandamenn og bendir ráðuneytið á að Bandaríkin hafi víðtækar lagaheimildir til að beita fyrirtæki sem eru í samskiptum við rússnesk fyrirtæki á bannlista þeirra viðurlögum. Gunnar Bragi utanríkisráðherra hefur viljað halda þvingununum til streytu.Vísir/Pjetur„Kunnugt er um dæmi þess að sænsk og finnsk fyrirtæki hafi verið sett bannlista í Bandaríkjunum og allar eigur þeirra í Bandaríkjunum frystar. Enginn bandarískur aðili getur átt viðskipti við þessi fyrirtæki. Ekki er hægt að útiloka að slíkt gæti einnig beðið íslenskra fyrirtækja ef horfið er frá þátttöku í þvingununum,“ segir ráðuneytið.Erum víst með utanríkisstefnuRáðuneytið segir þá málflutning Jens þar sem hann dregur í efa að Ísland hafi sjálfstæða utanríkisstefnu og að ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á hagsmunum Íslands dæmi sig sjálfan. „Ísland hefur sannarlega sjálfstæða utanríkisstefnu og á henni byggist einmitt sú ákvörðun að styðja þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna framferðis Rússlandsstjórnar gagnvart Úkraínu,“ segir í tilkynningunni. Þá efast ráðuneytið um íslenska þjóðarbúið sé að taka á sig hlutfallslega tuttugufalt stærri skell en hinar tæplega fjörutíu þjóðirnar sem standa að þvingunaraðgerðunum, líkt og Jens hefur staðhæft. Það sé órökstutt hjá honum. „Vert er að benda á að afkoma sjávarútvegs árið 2015 er meðal þess besta í lýðveldissögunni auk þess sem útflutningsverðmæti uppsjávarafurða á árinu 2015 er litlu minna en árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Ráðuneytið hafnar því einnig að enginn háttsettur bandarískur ráðamaður hafi komið hingað til lands í mörg ár og telur upp heimsóknir nokkurra aðila allt frá árinu 2002, þegar Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í heimsókn í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO. Utanríkisráðuneytið bendir hins vegar á að einstaka stefnumál, líkt og hvalveiðar, hafi haft áhrif á tíðni heimsókna bandarískra ráðamanna. „Ísland rekur hins vegar sjálfstæða utanríkisstefnu og lætur ekki undan þess konar þrýstingi, enda grundvallast íslensk utanríkisstefna á virðingu fyrir alþjóðalögum. Það á við um bæði rétt til hvalveiða sem og framferði rússneskra yfirvalda í Úkraínu,“ segir í tilkynningunni.Tilkynninguna í heild sinni má lesa á vef ráðuneytisins.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira