Ingvar: Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 15:00 Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30