Warren sögð ætla að draga framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 15:58 Warren varð lítt ágegnt í forvalinu og lenti aðeins í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts á þriðjudag. AP/Patrick Semansky Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Spjótin beinast að syni Reiners Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Spjótin beinast að syni Reiners Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21