
Innlent
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Þrír piltar af þeim fimm sem lögreglan í Reykjavík handtók á mánudag, grunaða um ýmis afbrot, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. júlí. Hinum tveimur var sleppt eftir ítarlegar yfirheyrslur. Piltarnir, sem eru 17 og 18 ára, eru meðal annars grunaðir um þónokkur innbrot og að hafa komið megninu af þýfinu í verð. Andvirðið notuðu þeir meðal annars til fíkniefnakaupa.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×