Söngkonan Katy Perry viðurkenndi í viðtali við sjónvarpsstöðina E! að hún væri með óvenjulegt hárskraut á hátíðinni. Já, ef einhver man eftir Bumpits plastbogunum sem settir voru undir hárið til þess að lyfta því.
Fékk hún leikkonuna Jennifer Lawrence til þess að þreifa á hárinu til að sannfæra áhorfendur um ágæti Bumpits. "Þetta er eins og að ég sé að geyma brauðhleif þarna undir til að borða á eftir,“ sagði Perry og hló.