Kaupir sá brottrekni lið Honda? 22. desember 2008 08:36 David Richards og Nick Fry ræða málin. Richards skoðar að kaupa Honda sem Fry hefur stýrt síðustu misseri. Mynd: Getty Images Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki. Forríkur Indverji, Vijay Mallay er að skoða bókhald og eignir liðsins, en hann á nú þergar Force India liðið. Þá er grískur skipakóngur fullur áhuga, en Achilles Kallakis sem á flota skipa er með málið í skoðun. Þá er David Richards, fyrrum framlvæmdarstjóri BAR Honda liðsins floginn til Mið-Austurlanda til að kanna hvort fjárfestar þar vilja kaupa Honda liðið með honum. Fyrir ári síðan ætlaði Richards að stofna eigin lið með þessum aðilum undir merkjum Prodrive. Það fyrirtæki sá m.a. um Subaru liðið í heimsmeistarakeppninni í rallakstril. Nú hefur Subaru hætt þátttöku og þá myndast svigrúm til að stökkva á Formúluna fyrir Richards og samstarfsmenn. En til þess þarf fjármagn, en Honda hefur boðist til að selja liðið fyrir aðeins eina miljón pund, ef kaupandi tryggir liðlega 600 manna starfsliði áframhaldandi vinnu. Um það snýst athugun þeirra sem sýna liðinu áhuga. Það merkilega er að Nick Fry sem núna stýrir Honda, var sagður hvatamaður að því að Richards var látinn hætta störfum á sínum tíma. Ekki er ólíklegt að Richards hafi núna krók á móti bragði. Sjá viðtal við Richards Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki. Forríkur Indverji, Vijay Mallay er að skoða bókhald og eignir liðsins, en hann á nú þergar Force India liðið. Þá er grískur skipakóngur fullur áhuga, en Achilles Kallakis sem á flota skipa er með málið í skoðun. Þá er David Richards, fyrrum framlvæmdarstjóri BAR Honda liðsins floginn til Mið-Austurlanda til að kanna hvort fjárfestar þar vilja kaupa Honda liðið með honum. Fyrir ári síðan ætlaði Richards að stofna eigin lið með þessum aðilum undir merkjum Prodrive. Það fyrirtæki sá m.a. um Subaru liðið í heimsmeistarakeppninni í rallakstril. Nú hefur Subaru hætt þátttöku og þá myndast svigrúm til að stökkva á Formúluna fyrir Richards og samstarfsmenn. En til þess þarf fjármagn, en Honda hefur boðist til að selja liðið fyrir aðeins eina miljón pund, ef kaupandi tryggir liðlega 600 manna starfsliði áframhaldandi vinnu. Um það snýst athugun þeirra sem sýna liðinu áhuga. Það merkilega er að Nick Fry sem núna stýrir Honda, var sagður hvatamaður að því að Richards var látinn hætta störfum á sínum tíma. Ekki er ólíklegt að Richards hafi núna krók á móti bragði. Sjá viðtal við Richards
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira