Óða fólkið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Donald Trump gæti orðið forsetaefni repúblíkana ef svo fer sem horfir. Hann er alltaf á svipinn eins og hann sé að öskra – og er það líka vísast. Þetta er broslegur maður og bálreiður eftir því. Hann er vellauðugur en verður sífellt reiðari með hverjum dollaranum sem honum græðist. Hann á ekki í samræðum en öskrar þeim mun hærra. Hann aðhyllist firrur sem hann þrástagast nógu oft á til að þær verði umræðuefni. Í ræðum sínum veitist hann að eignalausu fólki sem á hvergi heima. Hann nærist á því að ganga fram af fólki og verða þar með sjálfur að umræðuefni og talsmanni allra þeirra sem telja sig ekki njóta sannmælis hjá gáfnaljósum veraldarinnar. Hann ræktar hatur sitt og sinna og hatrið á sér og sínum.Óðurinn til reiðinnar Hann er verðugur fulltrúi og frambjóðandi Óða fólksins. Hirðir ekki um staðreyndir, hlustar ekki á rök, situr fastur við sinn keip, alveg fokvondur. Hugmyndir sem áður voru naumast til umræðu hafa öðlast lögmæti vegna framgöngu hans. Fólk eins og hann sækir í sig veðrið víða um heim, eftir því sem viðsjár aukast og vandi heimsins sýnist flóknari. Þá koma þessir frambjóðendur og boða að vandi heimsins verði leystur með því að öskra á hann eða afneita honum – eða lumbra á „hinum“. Það er áhyggjuefni að slíkur stjórnmálamaður skuli hljóta svo mikinn hljómgrunn meðal kjósenda og hve grunnt virðist víða á rasisma og útlendinga-andúð og paranoju vegna ímyndana um lífsrými sem þrengt sé að. Enn er á lífi fólk sem man seinni heimsstyrjöldina þegar barist var um grundvallaratriði í samfélagsskipan okkar: frelsi einstaklingsins og réttindi hvers og eins óháð aldri, kyni, skoðunum, trú, útliti, uppruna. Þetta er grundvallaratriði. Allt í einu er komið fram fólk sem fellst ekki á kennisetningar amerísku stjórnarskrárinnar og frönsku byltingarinnar um að allir menn séu fæddir jafnir og allir menn skuli jafnir. Það telur að fólk skuli dæmt vegna hörundslitar eða trúarbragða. Það heldur því fram að manneskja af tilteknum uppruna og með tiltekna trú þurfi að afsanna að hún sé glæpamaður áður en henni sé treystandi. Óða fólkið er vitaskuld hér á landi líka, fnæsandi af reiði og ótta í garð annars fólks út af einhverju: þjóðerni, kynhneigð, hörundslit, atvinnu eða yfirsjónum – mosku eða flugbrautum. Það þyrpist saman á netmiðlum eða í raunheimum og gerir aðsúg að einstaklingum. Tilfinningalegt hópefli á netinu er hættulegt, því að við tökum iðulega afstöðu til mála þar án þess að hafa allar upplýsingar sem þarf til að vega og meta ólík sjónarmið. Almennt talað er góður siður að stilla sig um að dæma nokkurn mann af því sem maður sér haft eftir honum eða um hann á netmiðlum. Netið nærir fljótfærni okkar og dómgirni. Það færir okkur sjónarmið sem eru til þess fallin að staðfesta hugmyndir okkar en þar er erfiðara að vega og meta mótsagnirnar sem veruleikinn er fullur af. Netið nærir reiði okkar – það getur espað upp æði í okkur. Óða fólkið eru kannski ágætis manneskjur svona almennt og yfirleitt, sem einstaklingar. En það getur safnast saman kringum hugmynd sem það espar upp hvert hjá öðru, og fær þá hver einstaklingur styrk af hópnum og styrkir um leið hópinn, svo að úr getur orðið skelfilegt afl.Mannréttindi eru algild Kærleikurinn þarf ekki orð, þarf ekki hugmyndakerfi – þarf ekki annað en opinn faðm og bros. Hatrið þarf hins vegar á margbrotnum réttlætingum að halda, því að einstaklingurinn þarf að sefja sjálfan sig og telja sér trú um að sér beri að hata annað fólk. Einhver einkennilegasta og ógeðslegasta – og útbreiddasta – birtingarmynd hatursins nú á dögum er kvenhatur. Það er raunar ein af helstu plágum mannkyns um þessar mundir og birtist með margvíslegu móti, bæði hér og annars staðar. Við sáum kvenhatrið að verki um áramótin hjá ungum karlmönnum með múslimskan bakgrunn í Köln. Þeir veittust að aðvífandi konum með dólgshætti, áreitni, gripdeildum og árásum. Þeir voru Óða fólkið. Það verður ærið verkefni að takast á við ranghugmyndir þessara pilta sem sækja einmitt kvenhatur sitt í hátimbrað hugmyndakerfi islams þar sem útskýra þarf í löngu og flóknu máli svo augljósar firrur og þær að þeim beri að líta niður á konur, enda er karlmönnum það í rauninni framandi og ógeðfelld hugmynd – hvað sem líður öllu kvenhatrinu sem að þeim er haldið. Engin ástæða er til að draga fjöður yfir það að í hópi þeirra innflytjenda sem þyrpast frá Miðausturlöndum til Evrópu um þessar mundir eru ýmsir sem aðhyllast margvíslegar grillur. Vandamálin eru óteljandi sem fylgja manneskjunum. Hitt má ekki gleymast: sérhver einstaklingur á sinn rétt á réttlátri málsmeðferð; mannréttindi vinnur maður sér ekki inn með góðri framkomu, þau eru algild; og mælikvarði á samfélög hversu vel þau eru haldin. Í opnu samfélagi fer fram sífelld samræða og þar ríkir stöðug og frjáls samkeppni hugmynda. Við þurfum að tala um kvenhatrið í islam og takast á við það, en við þokumst ekki nær úrlausn nokkurra vandamála með því að öskra á þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Donald Trump gæti orðið forsetaefni repúblíkana ef svo fer sem horfir. Hann er alltaf á svipinn eins og hann sé að öskra – og er það líka vísast. Þetta er broslegur maður og bálreiður eftir því. Hann er vellauðugur en verður sífellt reiðari með hverjum dollaranum sem honum græðist. Hann á ekki í samræðum en öskrar þeim mun hærra. Hann aðhyllist firrur sem hann þrástagast nógu oft á til að þær verði umræðuefni. Í ræðum sínum veitist hann að eignalausu fólki sem á hvergi heima. Hann nærist á því að ganga fram af fólki og verða þar með sjálfur að umræðuefni og talsmanni allra þeirra sem telja sig ekki njóta sannmælis hjá gáfnaljósum veraldarinnar. Hann ræktar hatur sitt og sinna og hatrið á sér og sínum.Óðurinn til reiðinnar Hann er verðugur fulltrúi og frambjóðandi Óða fólksins. Hirðir ekki um staðreyndir, hlustar ekki á rök, situr fastur við sinn keip, alveg fokvondur. Hugmyndir sem áður voru naumast til umræðu hafa öðlast lögmæti vegna framgöngu hans. Fólk eins og hann sækir í sig veðrið víða um heim, eftir því sem viðsjár aukast og vandi heimsins sýnist flóknari. Þá koma þessir frambjóðendur og boða að vandi heimsins verði leystur með því að öskra á hann eða afneita honum – eða lumbra á „hinum“. Það er áhyggjuefni að slíkur stjórnmálamaður skuli hljóta svo mikinn hljómgrunn meðal kjósenda og hve grunnt virðist víða á rasisma og útlendinga-andúð og paranoju vegna ímyndana um lífsrými sem þrengt sé að. Enn er á lífi fólk sem man seinni heimsstyrjöldina þegar barist var um grundvallaratriði í samfélagsskipan okkar: frelsi einstaklingsins og réttindi hvers og eins óháð aldri, kyni, skoðunum, trú, útliti, uppruna. Þetta er grundvallaratriði. Allt í einu er komið fram fólk sem fellst ekki á kennisetningar amerísku stjórnarskrárinnar og frönsku byltingarinnar um að allir menn séu fæddir jafnir og allir menn skuli jafnir. Það telur að fólk skuli dæmt vegna hörundslitar eða trúarbragða. Það heldur því fram að manneskja af tilteknum uppruna og með tiltekna trú þurfi að afsanna að hún sé glæpamaður áður en henni sé treystandi. Óða fólkið er vitaskuld hér á landi líka, fnæsandi af reiði og ótta í garð annars fólks út af einhverju: þjóðerni, kynhneigð, hörundslit, atvinnu eða yfirsjónum – mosku eða flugbrautum. Það þyrpist saman á netmiðlum eða í raunheimum og gerir aðsúg að einstaklingum. Tilfinningalegt hópefli á netinu er hættulegt, því að við tökum iðulega afstöðu til mála þar án þess að hafa allar upplýsingar sem þarf til að vega og meta ólík sjónarmið. Almennt talað er góður siður að stilla sig um að dæma nokkurn mann af því sem maður sér haft eftir honum eða um hann á netmiðlum. Netið nærir fljótfærni okkar og dómgirni. Það færir okkur sjónarmið sem eru til þess fallin að staðfesta hugmyndir okkar en þar er erfiðara að vega og meta mótsagnirnar sem veruleikinn er fullur af. Netið nærir reiði okkar – það getur espað upp æði í okkur. Óða fólkið eru kannski ágætis manneskjur svona almennt og yfirleitt, sem einstaklingar. En það getur safnast saman kringum hugmynd sem það espar upp hvert hjá öðru, og fær þá hver einstaklingur styrk af hópnum og styrkir um leið hópinn, svo að úr getur orðið skelfilegt afl.Mannréttindi eru algild Kærleikurinn þarf ekki orð, þarf ekki hugmyndakerfi – þarf ekki annað en opinn faðm og bros. Hatrið þarf hins vegar á margbrotnum réttlætingum að halda, því að einstaklingurinn þarf að sefja sjálfan sig og telja sér trú um að sér beri að hata annað fólk. Einhver einkennilegasta og ógeðslegasta – og útbreiddasta – birtingarmynd hatursins nú á dögum er kvenhatur. Það er raunar ein af helstu plágum mannkyns um þessar mundir og birtist með margvíslegu móti, bæði hér og annars staðar. Við sáum kvenhatrið að verki um áramótin hjá ungum karlmönnum með múslimskan bakgrunn í Köln. Þeir veittust að aðvífandi konum með dólgshætti, áreitni, gripdeildum og árásum. Þeir voru Óða fólkið. Það verður ærið verkefni að takast á við ranghugmyndir þessara pilta sem sækja einmitt kvenhatur sitt í hátimbrað hugmyndakerfi islams þar sem útskýra þarf í löngu og flóknu máli svo augljósar firrur og þær að þeim beri að líta niður á konur, enda er karlmönnum það í rauninni framandi og ógeðfelld hugmynd – hvað sem líður öllu kvenhatrinu sem að þeim er haldið. Engin ástæða er til að draga fjöður yfir það að í hópi þeirra innflytjenda sem þyrpast frá Miðausturlöndum til Evrópu um þessar mundir eru ýmsir sem aðhyllast margvíslegar grillur. Vandamálin eru óteljandi sem fylgja manneskjunum. Hitt má ekki gleymast: sérhver einstaklingur á sinn rétt á réttlátri málsmeðferð; mannréttindi vinnur maður sér ekki inn með góðri framkomu, þau eru algild; og mælikvarði á samfélög hversu vel þau eru haldin. Í opnu samfélagi fer fram sífelld samræða og þar ríkir stöðug og frjáls samkeppni hugmynda. Við þurfum að tala um kvenhatrið í islam og takast á við það, en við þokumst ekki nær úrlausn nokkurra vandamála með því að öskra á þau.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun