Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 22:25 Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Vísir/GVA Um 83 prósent háskólaprófessora eru fylgjandi því að boðað verði til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfallsaðgerða í byrjun desember. Verkfall myndi hafa gríðarleg áhrif á prófahald í skólum. Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við Ríkisháskóla, staðfestir í samtali við Vísi nú undir kvöld að félagið hafi framkvæmt skoðanakönnunina meðal sinna félagsmanna. Hann segir könnunina vera eitthvað sem stjórnin fari nú með til frekari úrvinnslu. „Það verður mjög fljótlega sem kemur í ljós hver viðbrögð stjórnarinnar verða nákvæmlega.“ Rúnar segir þetta vera mjög afgerandi stuðningur við allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls til að knýja á um samninga. „Það vill enginn fara í verkfall og prófessor eru mjög seinþreyttir til vandræða en okkar kjarasamningar hafa verið lausir frá því í lok mars. Við áttum von á því að hreyfing kæmi á okkar samningamál þegar samið var við Félag háskólakennara í vor en það hafði lítil sem engin áhrif á gang viðræðna við okkur. Það urðu mikil vonbrigði. Prófessorar eru greinilega orðnir þreyttir á þessu þófi og vilja knýja á um gerð kjarasamnings með aðgerðum. Það er allavega túlkunin á þessari könnun.“ Stjórn félagsins mun bráðlega taka ákvörðun hvort boðað verði til allsherjaratkvæðagreiðslu. „Áður en slík ákvörðun yrði tekin vildum við hafa vaðið fyrir neðan okkur með því að vita hver hugur félagsmanna væri með þessari könnun.“ Rúnar segir þátttöku hafa verið um 67 prósent sem Rúnar segir að þyki mjög gott. Alls voru 315 atkvæðisbærir félagar og segir Rúnar að 212 hafi kosið. „Það má velta því fyrir sér hvort niðurstaðan úr allsherjaratkvæðagreiðslu yrði ekki lík þessari könnun.“ Rúnar segir að þetta yrðu tímasettar aðgerðir, ekki ótímabundnar. „Þetta yrði í fyrri hluta desember. Það væri ekki hægt að fara í þetta fyrr. Það þyrfti bæði að ganga frá kjörstjórnum og verkfallstjórn. Það þarf hálfs mánaðar fyrirvara á tilkynningunni og fleira. Nóvembermánuður færi í það.“Myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif á allt skólastarfLjóst er að verkfall myndi hafa gríðarleg áhrif á allt skólastarf og í raun lama prófahald. „Það liggur fyrir að svona aðgerð myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif. Við þyrftum að skoða allar hliðar á því máli. Það er ljóst að þetta myndi þýða það að það væri undir hælinn lagt hvaða nemendur kæmust í próf. Sumir gætu komist í próf þar sem aðrir kennarar væru með umsjón og kennslu í námskeiðum, aðrir en prófessorar,“ segir Rúnar og bætir við að það gæti verið um helmingur prófa sem þarna myndu frestast þó hann hafi ekki reiknað það nákvæmlega.Hverjar eru líkurnar á tímabundnu verkfalli háskólaprófessora í byrjun desember? „Ég get ekki metið það. Ef gengið yrði til allsherjaratkvæðagreiðslu þá bendir þessi könnun til að mun meiri líkur en minni séu á því að verkfallsaðgerð yrði samþykkt. Þetta gefur mjög sterkar vísbendingar í þá átt. Verði það niðurstaðan yrði það tilkynnt með fyrirvara áður en aðgerðin kemur til framkvæmda - tilkynnt okkar viðsemjendum. Reynslan er nú sú að, þegar það liggur fyrir, og jafnvel áður en það liggur fyrir, þá fari nú að vera meira samningahljóð í viðsemjendum. Við treystum því að svo verði. Ég trúi ekki öðru en að menn vilji ræða af alvöru þær kröfur sem liggja á borðinu þannig að við vitum allavega hver formleg viðbrögð samningsaðilans eru. Það er mjög erfitt að semja þegar ekki liggja fyrir formleg viðbrögð við einstökum atriðum í okkar kröfum.“16 til 17 prósenta kaupmáttarrýrnunRúnar segir að félagið hafi enn ekki fengið formleg viðbrögð við kröfum félagsins frá viðsemjendum. „Okkar kröfur snúa að stöðva neikvæða kaupmáttarþróun prófessora. Hún hefur verið neikvæð um 16 til 17 prósent frá 2008. Þá erum við að miða við heildarlaun. Síðan er launastrúktúrinn þannig að dósent geta lækkað í launum við það að verða prófessorar í framgangi innan skólans. Þá er kerfið gengið sér til húðar. Það gerist hvergi við alþjóðlega háskóla.“ Rúnar segir stöðuna vera þessa og að reynslan hafi sýnt að þegar Félag háskólakennara samþykkti verkfallsboðun þá hafi þeir fengið það samningstilboð sem þeir á endanum gengu að, áður en til verkfallsins raunverulega kom. „Menn vilja knýja á um að það verði virkilega samið við okkur. Það er tilgangurinn. Ekki að valda nemendum tjóni. Það er það síðasta sem menn myndu vilja.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Um 83 prósent háskólaprófessora eru fylgjandi því að boðað verði til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfallsaðgerða í byrjun desember. Verkfall myndi hafa gríðarleg áhrif á prófahald í skólum. Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við Ríkisháskóla, staðfestir í samtali við Vísi nú undir kvöld að félagið hafi framkvæmt skoðanakönnunina meðal sinna félagsmanna. Hann segir könnunina vera eitthvað sem stjórnin fari nú með til frekari úrvinnslu. „Það verður mjög fljótlega sem kemur í ljós hver viðbrögð stjórnarinnar verða nákvæmlega.“ Rúnar segir þetta vera mjög afgerandi stuðningur við allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls til að knýja á um samninga. „Það vill enginn fara í verkfall og prófessor eru mjög seinþreyttir til vandræða en okkar kjarasamningar hafa verið lausir frá því í lok mars. Við áttum von á því að hreyfing kæmi á okkar samningamál þegar samið var við Félag háskólakennara í vor en það hafði lítil sem engin áhrif á gang viðræðna við okkur. Það urðu mikil vonbrigði. Prófessorar eru greinilega orðnir þreyttir á þessu þófi og vilja knýja á um gerð kjarasamnings með aðgerðum. Það er allavega túlkunin á þessari könnun.“ Stjórn félagsins mun bráðlega taka ákvörðun hvort boðað verði til allsherjaratkvæðagreiðslu. „Áður en slík ákvörðun yrði tekin vildum við hafa vaðið fyrir neðan okkur með því að vita hver hugur félagsmanna væri með þessari könnun.“ Rúnar segir þátttöku hafa verið um 67 prósent sem Rúnar segir að þyki mjög gott. Alls voru 315 atkvæðisbærir félagar og segir Rúnar að 212 hafi kosið. „Það má velta því fyrir sér hvort niðurstaðan úr allsherjaratkvæðagreiðslu yrði ekki lík þessari könnun.“ Rúnar segir að þetta yrðu tímasettar aðgerðir, ekki ótímabundnar. „Þetta yrði í fyrri hluta desember. Það væri ekki hægt að fara í þetta fyrr. Það þyrfti bæði að ganga frá kjörstjórnum og verkfallstjórn. Það þarf hálfs mánaðar fyrirvara á tilkynningunni og fleira. Nóvembermánuður færi í það.“Myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif á allt skólastarfLjóst er að verkfall myndi hafa gríðarleg áhrif á allt skólastarf og í raun lama prófahald. „Það liggur fyrir að svona aðgerð myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif. Við þyrftum að skoða allar hliðar á því máli. Það er ljóst að þetta myndi þýða það að það væri undir hælinn lagt hvaða nemendur kæmust í próf. Sumir gætu komist í próf þar sem aðrir kennarar væru með umsjón og kennslu í námskeiðum, aðrir en prófessorar,“ segir Rúnar og bætir við að það gæti verið um helmingur prófa sem þarna myndu frestast þó hann hafi ekki reiknað það nákvæmlega.Hverjar eru líkurnar á tímabundnu verkfalli háskólaprófessora í byrjun desember? „Ég get ekki metið það. Ef gengið yrði til allsherjaratkvæðagreiðslu þá bendir þessi könnun til að mun meiri líkur en minni séu á því að verkfallsaðgerð yrði samþykkt. Þetta gefur mjög sterkar vísbendingar í þá átt. Verði það niðurstaðan yrði það tilkynnt með fyrirvara áður en aðgerðin kemur til framkvæmda - tilkynnt okkar viðsemjendum. Reynslan er nú sú að, þegar það liggur fyrir, og jafnvel áður en það liggur fyrir, þá fari nú að vera meira samningahljóð í viðsemjendum. Við treystum því að svo verði. Ég trúi ekki öðru en að menn vilji ræða af alvöru þær kröfur sem liggja á borðinu þannig að við vitum allavega hver formleg viðbrögð samningsaðilans eru. Það er mjög erfitt að semja þegar ekki liggja fyrir formleg viðbrögð við einstökum atriðum í okkar kröfum.“16 til 17 prósenta kaupmáttarrýrnunRúnar segir að félagið hafi enn ekki fengið formleg viðbrögð við kröfum félagsins frá viðsemjendum. „Okkar kröfur snúa að stöðva neikvæða kaupmáttarþróun prófessora. Hún hefur verið neikvæð um 16 til 17 prósent frá 2008. Þá erum við að miða við heildarlaun. Síðan er launastrúktúrinn þannig að dósent geta lækkað í launum við það að verða prófessorar í framgangi innan skólans. Þá er kerfið gengið sér til húðar. Það gerist hvergi við alþjóðlega háskóla.“ Rúnar segir stöðuna vera þessa og að reynslan hafi sýnt að þegar Félag háskólakennara samþykkti verkfallsboðun þá hafi þeir fengið það samningstilboð sem þeir á endanum gengu að, áður en til verkfallsins raunverulega kom. „Menn vilja knýja á um að það verði virkilega samið við okkur. Það er tilgangurinn. Ekki að valda nemendum tjóni. Það er það síðasta sem menn myndu vilja.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira