Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2020 07:52 Tómt hús. Samkomubannið kemur verst við þá sem reiða sig á flutning listar sinnar fyrir áhorfendum. Þeim er hins vegar aðeins ætlað brot af því sem útdeila á aukalega vegna kórónuveirunnar. GETTY/JACOBS STOCK PHOTOGRAPHY LTD Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Í fyrstu leist listamönnum prýðilega á þetta en nú er komið babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Enginn spurði bransann Ríkisútvarpið greindi frá því í vikunni að í umsögn forsvarsmanna stéttar-og fagfélaga tónlistar og sviðslistarfólks til efnahags-og viðskiptanefndar sé lýst yfir verulegum áhyggjum vegna þessa. Enda er ekki í neinu samræmi við það hvar þrengingarnar koma þyngst niður. Einkum eru það sviðslistamenn; tónlistarmenn og leikarar, sem fá að súpa seyðið af samkomubanni. Eins og kom berlega fram í umfjöllun Vísis af viðbrögðum listamanna við ummælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis þess efnis að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið. Erling Jóhannesson er forseti BÍL. Hann segir að gleymst hafi að spyrja bransann þegar tekin var ákvörðun um framkvæmdina. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir þetta rétt. „Ákvörðun um skiptinguna var tekin í ráðuneytinu án aðkomu okkar og byggist á þeim prósentuhlutföllum sem fyrir eru í skiptingunni. Óánægjan er sú að þeir sem eru í hópi „performing“ listgreina hafa fyrir lágt hlutfall en telja sig hafa orðið fyrir mestum áföllum í þessu ástandi.“ Erling segir þetta hlutfall úthlutana bundin í lög og ef úthluta eigi aukafjármagni úr sjóðnum þurfi að koma til lagabreyting. „Það er ekki hægt að gera með reglugerð eða einhliða ákvörðun til dæmis ráðherra. Þegar viðskipta og efnahagsnefnd útfærði lagabreytinguna, held ég að þeir hafi leitað eftir ráðleggingu frá menntamálaráðuneytinu en enginn spurði bransann.“ Hafa kannað stöðu mismunandi hópa listamanna Og það má ætla, eðli máls samkvæmt, að covid-faraldurinn hafi einmitt minnst áhrif á störf rithöfunda, ef svo má segja? Meðan sviðslistamenn eru úti á köldum klaka? „Við eigum ekki mjög áreiðanleg gögn til að bera greinarnar saman, en flestar greinar þar með talið rithöfundar, hafa gert kannanir á stöðu sinnar stéttar. Það sem þær sýna er að höggið var vissulega fyrst og harðast á tónlistarmenn og leiklistarfólk en læddist hægar og eigum við að segja lymskulegar inn á greinar rithöfunda og myndlistarmanna þannig að þær greinar hafa verið að hægfrjósa.“ Erling vill ekki taka undir það sjónarmið að þetta ástand hafi að einhverju leyti afhjúpað það að listamannalaunin, eins takmörkuð og þau eru, geti virkað mismunandi. „Nei. Tilgangur listamannalauna er einn og hann er að efla listsköpun í landinu og eini mælikvarðinn er sá, hvort með aukningu og eflingu þeirra, að við fáum meiri skáldskap, fleiri tónverk og meira af myndlist. Sá er tilgangur og þeirra og besta fjárfesting hins opinbera í menningu og listsköpun er að beina fjármagni sem næst starfi listamanna. Þetta er eingöngu prósent af fjármagni sem rennur til menningar og listar í landinu svo líklega best ráðstafað hluta þess sjóðs. En það eru margir veikleikar okkar samfélagsgerðar að opinberast í þessu áhlaupi og hvað listamenn varðar er það líklegast afleit staða þeirra varðandi almenn vinnumarkaðsúrræði.“ Skelfileg staða listamanna Jájá, tilgangurinn er ábyggilega góður en opinberar þetta ekki vankanta á fyrirkomulaginu? „Nei, ég vil greina á milli þessarar einskiptisaðgerðar þar sem ágreiningurinn stendur um það hvernig til hafi tekist hjá hinu opinbera með skiptingu aukafjárveitingar og laganna um starfslaun listamanna sem eru í ákaflega góðum farvegi, þó eflaust megi endurskoða þau, síðasta endurskoðun þeirra var árið 2009.“ Erling segir ef til vill mikilvægast í þessu að átta sig á að starfslaun eru ekki vinnumarkaðsúræði, þau séu fjárfestng í innviðum. „Þessi staða kemur upp núna því hin hefðbundnu vinnumarkaðsúrræði virka ekki. Sjötíu og fimm prósent listamanna sem leitað hafa til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála vegna flækjustigs einyrkjaumhverfisins sem VMST getur ekki dílað við. Þessi hópur hefur verið settur á ís fram á haust af stofnuninni. Ásamt, reikna ég með, stórum hópi einyrkja úr ýmsum greinum samfélagsins.“ Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Tónlist Leikhús Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Í fyrstu leist listamönnum prýðilega á þetta en nú er komið babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Enginn spurði bransann Ríkisútvarpið greindi frá því í vikunni að í umsögn forsvarsmanna stéttar-og fagfélaga tónlistar og sviðslistarfólks til efnahags-og viðskiptanefndar sé lýst yfir verulegum áhyggjum vegna þessa. Enda er ekki í neinu samræmi við það hvar þrengingarnar koma þyngst niður. Einkum eru það sviðslistamenn; tónlistarmenn og leikarar, sem fá að súpa seyðið af samkomubanni. Eins og kom berlega fram í umfjöllun Vísis af viðbrögðum listamanna við ummælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis þess efnis að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið. Erling Jóhannesson er forseti BÍL. Hann segir að gleymst hafi að spyrja bransann þegar tekin var ákvörðun um framkvæmdina. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir þetta rétt. „Ákvörðun um skiptinguna var tekin í ráðuneytinu án aðkomu okkar og byggist á þeim prósentuhlutföllum sem fyrir eru í skiptingunni. Óánægjan er sú að þeir sem eru í hópi „performing“ listgreina hafa fyrir lágt hlutfall en telja sig hafa orðið fyrir mestum áföllum í þessu ástandi.“ Erling segir þetta hlutfall úthlutana bundin í lög og ef úthluta eigi aukafjármagni úr sjóðnum þurfi að koma til lagabreyting. „Það er ekki hægt að gera með reglugerð eða einhliða ákvörðun til dæmis ráðherra. Þegar viðskipta og efnahagsnefnd útfærði lagabreytinguna, held ég að þeir hafi leitað eftir ráðleggingu frá menntamálaráðuneytinu en enginn spurði bransann.“ Hafa kannað stöðu mismunandi hópa listamanna Og það má ætla, eðli máls samkvæmt, að covid-faraldurinn hafi einmitt minnst áhrif á störf rithöfunda, ef svo má segja? Meðan sviðslistamenn eru úti á köldum klaka? „Við eigum ekki mjög áreiðanleg gögn til að bera greinarnar saman, en flestar greinar þar með talið rithöfundar, hafa gert kannanir á stöðu sinnar stéttar. Það sem þær sýna er að höggið var vissulega fyrst og harðast á tónlistarmenn og leiklistarfólk en læddist hægar og eigum við að segja lymskulegar inn á greinar rithöfunda og myndlistarmanna þannig að þær greinar hafa verið að hægfrjósa.“ Erling vill ekki taka undir það sjónarmið að þetta ástand hafi að einhverju leyti afhjúpað það að listamannalaunin, eins takmörkuð og þau eru, geti virkað mismunandi. „Nei. Tilgangur listamannalauna er einn og hann er að efla listsköpun í landinu og eini mælikvarðinn er sá, hvort með aukningu og eflingu þeirra, að við fáum meiri skáldskap, fleiri tónverk og meira af myndlist. Sá er tilgangur og þeirra og besta fjárfesting hins opinbera í menningu og listsköpun er að beina fjármagni sem næst starfi listamanna. Þetta er eingöngu prósent af fjármagni sem rennur til menningar og listar í landinu svo líklega best ráðstafað hluta þess sjóðs. En það eru margir veikleikar okkar samfélagsgerðar að opinberast í þessu áhlaupi og hvað listamenn varðar er það líklegast afleit staða þeirra varðandi almenn vinnumarkaðsúrræði.“ Skelfileg staða listamanna Jájá, tilgangurinn er ábyggilega góður en opinberar þetta ekki vankanta á fyrirkomulaginu? „Nei, ég vil greina á milli þessarar einskiptisaðgerðar þar sem ágreiningurinn stendur um það hvernig til hafi tekist hjá hinu opinbera með skiptingu aukafjárveitingar og laganna um starfslaun listamanna sem eru í ákaflega góðum farvegi, þó eflaust megi endurskoða þau, síðasta endurskoðun þeirra var árið 2009.“ Erling segir ef til vill mikilvægast í þessu að átta sig á að starfslaun eru ekki vinnumarkaðsúræði, þau séu fjárfestng í innviðum. „Þessi staða kemur upp núna því hin hefðbundnu vinnumarkaðsúrræði virka ekki. Sjötíu og fimm prósent listamanna sem leitað hafa til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála vegna flækjustigs einyrkjaumhverfisins sem VMST getur ekki dílað við. Þessi hópur hefur verið settur á ís fram á haust af stofnuninni. Ásamt, reikna ég með, stórum hópi einyrkja úr ýmsum greinum samfélagsins.“
Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Tónlist Leikhús Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent