Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:48 Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís. Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15