Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki fyrir Augsburg með félaga sínum Michael Gregoritsch. Það verður athyglisvert að sjá hvernig leikmenn munu fagna mörkum sínum nú þegar þeir eiga að lágmark samskipti sín. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu. Þýski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira
Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu.
Þýski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira