Innlent

Ramos úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hosmany Ramos var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun.
Hosmany Ramos var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun.
Brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald um leið og hann lauk 30 daga afplánun. Fangelsisdóminn hlaut hann fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Brasilísk stjórnvöld hafa farið fram á að Ramos verði framseldur til Brasilíu.

Eins og áður hefur verið greint frá er Ramos á flótta frá Brasilíu eftir að hafa verið dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í landi fyrir stórfellt fíkniefnamisferli og morð á flugmanni sem starfaði fyrir hann við fíkniefnaflutning.

Hilmar Ingimundarson, lögmaður Ramos, segir að búið sé að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×