„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við ráðherrabústaðinn. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14