Stöfuð þjáning Þóroddur Bjarnason skrifar 28. september 2012 09:55 Með því að brjóta textann niður í öreindir sínar er listamaðurinn að reyna okkur saklausa sýningargestina, eins og Guð ákvað að reyna hinn réttláta Job, skrifar gagnrýnandi. fréttablað/gva Í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, er eitthvað á seyði. Þegar maður kemur inn um dyrnar er þó allt með kyrrum kjörum. Kunnugleg lykt af kaffi og kleinum og fólk sem situr og spjallar í björtu og fallegu rými. En þegar maður rennir augunum til vinstri er eitthvað þar á útveggnum sem maður er hreint ekki viss um hvort hafi alltaf verið þarna, eða sé nýtilkomið. Í vandræðum mínum sný ég mér til kvennanna í kaffiteríunni og spyr hvort þær geti bent mér á verk Haraldar Jónssonar myndhöggvara, Himni, sem átti að vera þarna til sýnis í Safnaðarheimilinu, og þær benda umsvifalaust til vinstri, á fyrirbærið á útveggnum. Verkið er eins konar klefi, sem rúmar vart meira en einn mann. Hann minnir á sturtuklefa eða kjörklefa, nú eða einhvers konar skriftaklefa. Til að njóta verksins til fulls þarf maður að brjótast í gegnum nokkur lög af marglitum silkitjöldum þar til maður er orðinn aleinn með sjálfum sér, en þó staddur inni á miðri kaffistofu með öðru fólki. Þegar undirritaður var kominn í gegnum tjöldin vantaði hljóðið í hljóðverkið, en við eftirgrennslan fundust hátalararnir og þar með var hægt að hækka í hljóðinu. Úr hátölurunum streymdi síðan upplestur sóknarbarna kirkjunnar á ýmsum aldursskeiðum upp úr Jobsbók Gamla testamentisins, þar sem fólkið stafar kafla úr bókinni. Jobsbók fjallar um þjáninguna og hefur verið listamönnum hugleikin um aldir. Með því að brjóta textann niður í öreindir sínar, bókstaf fyrir bókstaf, og láta fólk lesa upp, einn staf í einu, er þá listamaðurinn að reyna okkur saklausa sýningargestina, eins og Guð ákvað að reyna hinn réttláta Job, sem þurfti að þola endalausar þjáningar að ástæðulausu? Guð svipti Job öllu sem hann átti og naut þar liðsinnis Satans, en í lokin, er Job hafði staðist þrekraunina, fékk hann allt tvöfalt til baka. Skyldi listamaðurinn hér vera að vísa í íslenskt samfélag og það hvað "saklaus" almenningur hefur þurft að þola í kjölfar hrunsins fáum við líka kannski allt tvöfalt til baka á endanum?? Að standa og reyna að líma stafina saman í orð og setningar í huganum meðan á upplestrinum stendur er eiginlega ógjörningur, og verkið fær á sig óhlutbundinn blæ. Þegar maður svo gengur út úr klefanum hafandi reynt að fá samhengi í Jobsbókina, er það á vissan hátt frelsandi að finna silkið strjúkast við kinnarnar á leiðinni úr verkinu, og komast út í birtuna. Nafn verksins Himni virðist við fyrstu sýn vísa til himinsins, eða textabrots úr Faðirvorinu; svo á jörðu sem á himni, en einnig verður manni hugsað til þess hvort Haraldur sé að leika sér að hugmyndinni um marglaga himnur, sem eru þá marglitu silkitjöldin, sem einnig gætu verið eins konar tilfinningalitaskali, ef maður setur verkið í samhengi við fyrri verk Haralds sem fjalla gjarnan um skynjun og tilfinningar. Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, er eitthvað á seyði. Þegar maður kemur inn um dyrnar er þó allt með kyrrum kjörum. Kunnugleg lykt af kaffi og kleinum og fólk sem situr og spjallar í björtu og fallegu rými. En þegar maður rennir augunum til vinstri er eitthvað þar á útveggnum sem maður er hreint ekki viss um hvort hafi alltaf verið þarna, eða sé nýtilkomið. Í vandræðum mínum sný ég mér til kvennanna í kaffiteríunni og spyr hvort þær geti bent mér á verk Haraldar Jónssonar myndhöggvara, Himni, sem átti að vera þarna til sýnis í Safnaðarheimilinu, og þær benda umsvifalaust til vinstri, á fyrirbærið á útveggnum. Verkið er eins konar klefi, sem rúmar vart meira en einn mann. Hann minnir á sturtuklefa eða kjörklefa, nú eða einhvers konar skriftaklefa. Til að njóta verksins til fulls þarf maður að brjótast í gegnum nokkur lög af marglitum silkitjöldum þar til maður er orðinn aleinn með sjálfum sér, en þó staddur inni á miðri kaffistofu með öðru fólki. Þegar undirritaður var kominn í gegnum tjöldin vantaði hljóðið í hljóðverkið, en við eftirgrennslan fundust hátalararnir og þar með var hægt að hækka í hljóðinu. Úr hátölurunum streymdi síðan upplestur sóknarbarna kirkjunnar á ýmsum aldursskeiðum upp úr Jobsbók Gamla testamentisins, þar sem fólkið stafar kafla úr bókinni. Jobsbók fjallar um þjáninguna og hefur verið listamönnum hugleikin um aldir. Með því að brjóta textann niður í öreindir sínar, bókstaf fyrir bókstaf, og láta fólk lesa upp, einn staf í einu, er þá listamaðurinn að reyna okkur saklausa sýningargestina, eins og Guð ákvað að reyna hinn réttláta Job, sem þurfti að þola endalausar þjáningar að ástæðulausu? Guð svipti Job öllu sem hann átti og naut þar liðsinnis Satans, en í lokin, er Job hafði staðist þrekraunina, fékk hann allt tvöfalt til baka. Skyldi listamaðurinn hér vera að vísa í íslenskt samfélag og það hvað "saklaus" almenningur hefur þurft að þola í kjölfar hrunsins fáum við líka kannski allt tvöfalt til baka á endanum?? Að standa og reyna að líma stafina saman í orð og setningar í huganum meðan á upplestrinum stendur er eiginlega ógjörningur, og verkið fær á sig óhlutbundinn blæ. Þegar maður svo gengur út úr klefanum hafandi reynt að fá samhengi í Jobsbókina, er það á vissan hátt frelsandi að finna silkið strjúkast við kinnarnar á leiðinni úr verkinu, og komast út í birtuna. Nafn verksins Himni virðist við fyrstu sýn vísa til himinsins, eða textabrots úr Faðirvorinu; svo á jörðu sem á himni, en einnig verður manni hugsað til þess hvort Haraldur sé að leika sér að hugmyndinni um marglaga himnur, sem eru þá marglitu silkitjöldin, sem einnig gætu verið eins konar tilfinningalitaskali, ef maður setur verkið í samhengi við fyrri verk Haralds sem fjalla gjarnan um skynjun og tilfinningar.
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira