Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson skrifar 3. apríl 2020 14:08 Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar