Ekki einfalt að skila undirskriftum - listarnir stundum ógildir Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. maí 2012 18:53 Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar." Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira