Innlent

Nýtt embætti norræns umboðsmanns

Kimmo Sasi
Kimmo Sasi
Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborgara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun embættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Gautaborg nú í vikunni.

Í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði segir að afnám stjórnsýsluhindrana hafi verið meginviðfangsefni formennskuáætlunar Finnlands í ráðinu árið 2012. Haft er eftir Kimmo Sasi, forseta Norðurlandaráðs, að auk stofnunar nýs embættis sé mögulegt að veita þeim umboðsmönnum sem þegar eru til staðar auknar heimildir.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×