Menning

Allt litrófið í tónum og stemningu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Aladár Rácz, Gunnhildur Halla og Ármann Helgason,
Aladár Rácz, Gunnhildur Halla og Ármann Helgason, Mynd/úr einkasafni
„Við flytjum verk sem lítið eða ekkert hafa heyrst hér á landi þar sem farið er yfir allt litrófið í tónum og stemningu. Efnisskráin er einkar flott og hljóðfærin klarinetta, selló og píanó blandast vel saman því þau geta myndað ótrúlegan hljóðheim,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari sem spilar í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld, sunnudag, klukkan 20, ásamt þeim Aladár Rácz píanóleikara, og Gunnhildi Höllu Guðmundsdóttur sellóleikara.“

Á efnisskrá eru verk eftir Toshio Hosokawa (f. 1955) og eldri tónskáld eins og Þorkell Sigurbjörnsson, Per Nørgaard og Robert Muczynski. Ármann segir þá alla hafa mótað sína listrænu sýn á umbrotatímum um miðja 20 öldina en fara ólíkar leiðir í persónulegri tjáningu og sköpun.

Tónleikarnir nefnast Þema án tilbrigða, Ármann segir titilinn sóttan í verk Þorkels. Þeir eru þriðju tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×