1460 dagar Jón Gunnar Geirdal skrifar 4. febrúar 2020 14:00 Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk.
Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar