Handbolti

Gunnar húð­skammaði sína menn | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur með hvernig sínir menn komu út í síðari hálfleikinn í grannaslagnum gegn FH á laugardagskvöldið.

Haukar töpuðu leiknum með þremur mörkum, 31-28, en staðan var 16-15 fyrir FH í hálfleik. Fimleikafélagið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og Gunnar brást við.

Hann tók leikhlé og tók hárblásarann á sína menn. Hann sagði að sínir menn væru að taka glórulausar ákvarðanir en FH komst mest sjö mörkum yfir.

Haukarnir vöknuðu aðeins eftir leikhlé Gunnars en ekki nægilega mikið til að taka stigin tvö úr Kaplakrika.

Gunnar er ekki fyrsti þjálfarinn sem brjálast í Kaplakrika í vetur en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók svipaðan hárblásara fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×