Þjóðgarður fyrir framtíðina Egill Hermannsson og Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:00 Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar