Innlent

Baugur vill kaupa Thorntons

Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í.

Samkvæmt heimildum Reuters hefur Baugur horft til Thorntons um nokkurt skeið. Forsvarsmenn Thorntons munu hafa hafnað kauptilboði frá öðrum fjárfesti upp á jafnvirði hátt í tíu milljarða íslenskra króna.

Sá orðrómur hefur einnig verði á kreiki í bresku viðskiptalífi í dag að Baugur standi að baki miklum viðskiptum með hlutafé í breska smásölufyrirtækinu Woolworths það sem af er degi. Svo mun þó ekki vera samkvæmt heimildum Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×