Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot 31. október 2006 10:59 Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta stúlku. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi konunnar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Konan segir manninn hafa gengið á eftir sér að fara heim með honum þrátt fyrir að hún hefði í fyrstu neitað. Hann hafi ekið henni að Hjálpræðishernum, þar sem hann hafi búið. Þrátt fyrir neitanir hennar hafi hann haft við hana samræði. Hún hefði sagt "stórt nei" við hann en það hefði ekkert þýtt. Kvað hún sér hafa liðið "dálítið illa í hjartanu" eftir þetta. Maðurinn hélt því fram að hann hefði haft fullt samþykki hennar og hann hafi ekki notfært sér þroskahölun hennar, en fötlun konunnar er alvarleg og augljós. Vitsmunaþroski hennar er eins og hjá 5 til 7 ára gömlu barni að mati sérfræðinga. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, átti að veita fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeiningar eftir þörfum varðandi vinnuna, félagslega þætti og sjálfshjálp. Í starflýsingu segir að honum beri að hafa hagsmuni fatlaðra starfsmanna í fyrirrúmi og vera vakandi fyrir líðan þeirra. Það er mat dómsins að manninum gæti ekki dulist konan hefði ekki yfir að ráða andlegum styrk til að standast þrýsting um kynmök af hálfu manns sem hún treysti og var leiðbeinandi hennar. Hann er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur og er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vegna alvarleika brotsins þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta stúlku. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi konunnar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Konan segir manninn hafa gengið á eftir sér að fara heim með honum þrátt fyrir að hún hefði í fyrstu neitað. Hann hafi ekið henni að Hjálpræðishernum, þar sem hann hafi búið. Þrátt fyrir neitanir hennar hafi hann haft við hana samræði. Hún hefði sagt "stórt nei" við hann en það hefði ekkert þýtt. Kvað hún sér hafa liðið "dálítið illa í hjartanu" eftir þetta. Maðurinn hélt því fram að hann hefði haft fullt samþykki hennar og hann hafi ekki notfært sér þroskahölun hennar, en fötlun konunnar er alvarleg og augljós. Vitsmunaþroski hennar er eins og hjá 5 til 7 ára gömlu barni að mati sérfræðinga. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, átti að veita fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeiningar eftir þörfum varðandi vinnuna, félagslega þætti og sjálfshjálp. Í starflýsingu segir að honum beri að hafa hagsmuni fatlaðra starfsmanna í fyrirrúmi og vera vakandi fyrir líðan þeirra. Það er mat dómsins að manninum gæti ekki dulist konan hefði ekki yfir að ráða andlegum styrk til að standast þrýsting um kynmök af hálfu manns sem hún treysti og var leiðbeinandi hennar. Hann er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur og er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vegna alvarleika brotsins þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira