Rýnt í kaflaskipti listarinnar 20. september 2011 10:00 Jón Proppé segir afdrifarík kynslóðaskipti hafa orðið í listum á sjöunda áratugnum, þegar abstraktstefnan sem hafði verið ríkjandi í áratug var á undanhaldi og menn tóku að þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Fréttablaðið/Vilhelm Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira