Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 09:00 Fornleifafræðingarnir segja að hætta sé á að minjavarsla fari marga áratugi aftur í tímann. Mynd/Aðsend Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00