Innlent

Sigmundur Ernir vill ekki styrkja Kristskirkju: „Heyr á endemi“

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, telur það vera rétta ákvörðun hjá Reykjavíkurborg að styrkja ekki Kristskirkjuna í Reykjavík, vegna viðhorfa söfnuðarins til samkynhneigðar.

Þingmaðurinn telur ekki rétt að útsvari Reykvíkinga verði notað til þess að styðja söfnuðinn.

Sigmundur segist hafa lesið grein Friðriks Schram, prests í Kristskirkju, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag.

Sigmundur skrifar á bloggið sitt: „Hann [Friðrik Schram. innskt. blms.] kveðst akkúrat ekki vera andvígur hneigðinni, bara framkvæmdinni! Sumsé; það má girnast, ekki gera … Heyr á endemi."

Sigmundur bætir við að það Friðrik haldi því svo blákalt fram að mikill meirihluti kristinna manna um heima allan sé sömu skoðunar.

Hann líkur svo færslunni á orðunum:

„Að gefnu tilefni vil ég ekki að svona söfnuður njóti styrkja úr mínum vasa; að mannréttindasvið Reykjavíkurborgar noti minn hluta útsvarsins til að byggja upp starf af þessu tagi. Það tel ég "ekki rétt" …"

Sigmundur Ernir er þingmaður Norðausturlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×