Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis á nýjan leik en hann sat í átta ár þingi frá 1987 til 1995. Ingi Björn hyggst taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en framboðsfrestur rennur út í dag.
,,Mér finnst ástandið vera að slæmt að ég vil taka þátt í því að rétta þjóðarskútuna við. Ef það er hugsanlegt að ég get eitthvað gert í þeim málum með öðru góðu fólki er ég reiðbúinn til að taka þátt í því, sagði Ingi Björn í samtali við fréttastofu.
Ingi Björn sækist ekki eftir ákveðnu sæti. ,,Ég verð þakklátur fyrir þau atkvæði sem ég fæ og brosi þeim mun breiðara eftir því sem það er ofar á lista."
Ingi Björn var kjörinn á þing fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og Sjálfstæðisflokkinn fjórum árum síðar. Undanfarin ár hefur hann starfað sem fasteignasali.
Albert Guðmundsson, faðir Inga Björns, var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar Borgaraflokksins á árunum 1974 til 1989.
Ingi Björn snýr aftur

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent