Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH - Elfsborg 2-1 | Hetjuleg barátta í Krikanum Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 7. ágúst 2014 12:55 Vísir/Getty FH-ingar börðust hetjulega í 2-1 sigri á Elfsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en hafa lokið leik í Evrópukeppninni í ár. FH komst í 2-0 en náðu ekki að bæta við þriðja markinu sem þeir þurftu og náðu gestirnir að gera út um einvígið í uppbótartíma.Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og má sjá myndasyrpu frá honum í myndaalbúminu hér fyrir ofan. Ljóst var fyrir leikinn að verkefni dagsins yrði erfitt. Eftir að hafa haldið lengi vel í lið Elfsborg ytra í fyrri leik liðanna náðu Svíarnir mörkum rétt fyrir lok leiksins og unnu öruggan 4-1 sigur. Það var hinsvegar ekki að sjá neina uppgjöf hjá FH-ingum í upphafi leiks. Atli Guðnason fékk tvö góð færi á fyrstu mínútum leiksins sem fóru forgörðum en hann lét ekki bjóða sér slíkt þrisvar. Atli fékk þá sendingu inn fyrir vörn Elfsborg frá Kassim Doumbia, tók boltann snyrtilega niður og renndi boltanum í netið og skyndilega voru FH-ingar komnir aftur í einvígið. Meira jafnræði var á með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins en FH-ingar voru þó alltaf líklegri til þess að skapa sér eitthvað. FH náði að bæta við marki um miðbik seinni hálfleiks sem skapaði gríðarlega mikla spennu á lokamínútum leiksins. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson fékk þá boltann á miðjum vítateig gestanna og átti lúmskt skot sem fór af varnarmanni Elfsborg og í netið. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en sænska liðið lagðist aftar á völlinn og setti í lás. Náðu leikmenn Elfsborg að minnka muninn skömmu fyrir lok leiksins þegar Mikkel Beckmann nýtti sér mistök Péturs Viðarssonar og vippaði yfir Róbert Örn Óskarsson í marki FH. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náðu FH-ingar ekki að bæta við þriðja marki leiksins og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH og einvíginu með 5-3 sigri Elfsborg. Gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir FH eftir tvo góða leiki en einbeitingarleysi í fyrri leiknum kostaði liðið á endanum. Ólafur: Vona að við gerum betur á næsta áriLeikmenn Elfsborg hreinsa eftir hornspyrnu Ólafs Páls.Vísir/Arnþór„Við getum verið stoltir af þessu en við hefðum samt sem áður átt að vinna einvígið,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, svekktur eftir 2-1 sigur á Elfsborg í kvöld. „Við klúðruðum leiknum fyrir okkur sjálfum með mistökum sem lið og við náðum ekki að klóra okkur upp úr því.“ Verkefni dagsins var erfitt en FH tapaði fyrri leiknum 1-4 í Svíþjóð. „Við höfðum fulla trú á verkefninu allt frá upphafi. Við vissum hvað við ætluðum að gera og fara út í og það gekk að flestu leyti upp í dag. Við gerðum hinsvegar nokkur mistök og við lærum vonandi af því.“ FH var nálægt því að komast í fjórðu umferð undankeppninnar annað árið í röð. „Við verðum vonandi í Evrópukeppni á næsta ári og getum byggt á þessu. Enn byggjum við á það sem við höfum verið að gera síðustu ár og ná góðum árangri í Evrópukeppnunum en ég vona innilega að við gerum betur á næsta ári,“ sagði Ólafur sem var ánægður að heyra að Stjarnan komst áfram. „Við erum alltaf að byggja á ákveðinni reynslu og hugmyndafræði í Evrópukeppnum og við erum orðnir mjög reynslumiklir á þessu sviði. Ég var að heyra að Stjarnan komst áfram gegn sterku liði og ég vill bara óska þeim til hamingju að ná þessum árangri á sínu fyrsta ári. Þetta er frábær árangur hjá nýliðum í þessari keppni,“ sagði Ólafur sem óskaði þeim góðs gengis. „Ég óska þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar og maður verður bara stoltur af því að sjá íslensk lið komast svona langt. Þeir náðu að stíga sama skref og við náðum í fyrra og þeir eru grátlega nálægt því að ná frábærum árangri og sleppa við hundleiðinlegt undirbúningstímabil á Íslandi næsta vetur.“ Klas: FH myndi standa sig vel í AllsvenskanVísir/Arnþór„Ég er sáttur með úrslitin, verkefni dagsins var að komast áfram og við náðum því,“ sagði Klas Ingesson, þjálfari Elfsborg, sáttur eftir leikinn. „Við lögðum mikla áherslu á það að halda ró okkar jafnvel þótt FH myndi skora eitt-tvö mörk eða við myndum fá á okkur rautt spjald. Okkur gekk illa að skapa færi en vörnin hélt vel.“ Klas var óánægður með margt í leik Elfsborg en hrósaði varnarlínu sinni eftir leikinn. „Við vörðumst mjög vel í þessum leik. Þegar FH komst yfir nýttu þeir sér vel að við þurftum að færa miðjumann í miðvörðinn vegna þess að miðvörðurinn var meiddur. Okkur gekk illa að senda boltann á milli og að sækja hratt en varnarlínan bjargaði okkur.“ Klas lagði mikla áherslu á það fyrir leik að vanmeta ekki FH. „Starf þjálfarans er að halda leikmönnunum á tánum og við lögðum mikla áherslu á þennan leik. Við vissum að með því að komast áfram í kvöld er líklegra að við komust í Evrópukeppni, verð leikmanna hækkar og við fáum auknar tekjur í kassann.“ Klas hafði fulla trú á því að FH gæti staðið sig vel í Allsvenskan, efstu deild í Svíþjóð. „Ég held að þeir myndu standa sig vel í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir eru með sterkt lið sem spilaði vel í dag. Ég bjóst við að þeir myndu þreytast eftir að hafa haft yfirhöndina í fyrri hálfleik en þeir héldu sífellt áfram.“ Klas var afar hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Mér líkar vel við fólkið hérna, ég hef ekki fengið tækifæri á því að skoða mikið en af þeim sem ég hef hitt hafa allir verið mjög almennilegir.“ Davíð: Eigum fullt erindi í ElfsborgDavíð í baráttunni í leiknum.Vísir/Arnþór„Þetta er gríðarlega svekkjandi, við vorum nálægt þessu en náðum ekki að ógna nægilega mikið þegar við komumst í 2-0,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við vissum það að það var möguleiki á því að gera eitthvað gegn þessu liði hérna á heimavelli og við sýndum það í dag að það var möguleiki en við náðum ekki að nýta okkur hann.“ Heimamenn komu af gríðarlegum krafti inn í leikinn og náðu verðskuldað forskotinu snemma leiksins. „Við fengum góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik og við hefðum þurft að bæta við þar en það vantaði herslumuninn.“ Staðan var jöfn þegar hálftími var til leiksloka út í Svíþjóð en þrjú sænsk mörk gerðu nánast út um einvígið í fyrri leik liðanna. „Við gerðum of mikið af einstaklingsmistökum í fyrri leiknum og þeir refsuðu okkur fyrir það. Það var einfaldlega of mikið að þurfa að vinna upp 4-1 tap í kvöld.“ Davíð Þór var ánægður með spilamennskuna í kvöld. „Við sýndum að við eigum fullt erindi í þetta lið og það sem er mest svekkjandi við þetta er að við áttum í fullt tré við þá úti líka. Það er frábært að heyra að Stjarnan komst áfram og það hefði verið gaman að fá tvö íslensk lið í pottinum en því miður náðum við því ekki,“ sagði Davíð sem vonaðist til þess að komast á næsta leik hjá Stjörnunni. „Ef maður fær miða, það verður eitthvað erfitt,“ sagði Davíð léttur. Atli: Langur vegur ennþáFH-ingar fagna marki Atla í fyrri hálfleik.Vísir/Arnþór„Við náum inn marki snemma sem var ætlunin en seinna markið kom full seint,“ sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir 2-1 sigur á Elfsborg í kvöld. „Við byrjum þetta mjög vel, fáum sénsa og náum að pota inn einu marki. Fyrri hálfleikurinn var eiginlega bara eins og við ætluðum okkur en þetta gekk ekki í endann.“ FH náði að bæta við öðru marki þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skyndilega þurftu Hafnfirðingar aðeins eitt mark. Elfsborg leysti það hinsvegar vel og gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. „Það skiptir svosem engu máli að þeir skoruðu þetta mark eða ekki. Við reyndum allt sem við gátum til að skora og vorum of fáir þarna aftast. Við vorum að reyna að spila okkur í gegn sem gekk illa.“ „Við höfum sýnt að við eigum séns í flest lið sem koma hingað en það er langur vegur ennþá,“ sagði Atli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
FH-ingar börðust hetjulega í 2-1 sigri á Elfsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en hafa lokið leik í Evrópukeppninni í ár. FH komst í 2-0 en náðu ekki að bæta við þriðja markinu sem þeir þurftu og náðu gestirnir að gera út um einvígið í uppbótartíma.Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og má sjá myndasyrpu frá honum í myndaalbúminu hér fyrir ofan. Ljóst var fyrir leikinn að verkefni dagsins yrði erfitt. Eftir að hafa haldið lengi vel í lið Elfsborg ytra í fyrri leik liðanna náðu Svíarnir mörkum rétt fyrir lok leiksins og unnu öruggan 4-1 sigur. Það var hinsvegar ekki að sjá neina uppgjöf hjá FH-ingum í upphafi leiks. Atli Guðnason fékk tvö góð færi á fyrstu mínútum leiksins sem fóru forgörðum en hann lét ekki bjóða sér slíkt þrisvar. Atli fékk þá sendingu inn fyrir vörn Elfsborg frá Kassim Doumbia, tók boltann snyrtilega niður og renndi boltanum í netið og skyndilega voru FH-ingar komnir aftur í einvígið. Meira jafnræði var á með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins en FH-ingar voru þó alltaf líklegri til þess að skapa sér eitthvað. FH náði að bæta við marki um miðbik seinni hálfleiks sem skapaði gríðarlega mikla spennu á lokamínútum leiksins. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson fékk þá boltann á miðjum vítateig gestanna og átti lúmskt skot sem fór af varnarmanni Elfsborg og í netið. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en sænska liðið lagðist aftar á völlinn og setti í lás. Náðu leikmenn Elfsborg að minnka muninn skömmu fyrir lok leiksins þegar Mikkel Beckmann nýtti sér mistök Péturs Viðarssonar og vippaði yfir Róbert Örn Óskarsson í marki FH. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náðu FH-ingar ekki að bæta við þriðja marki leiksins og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH og einvíginu með 5-3 sigri Elfsborg. Gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir FH eftir tvo góða leiki en einbeitingarleysi í fyrri leiknum kostaði liðið á endanum. Ólafur: Vona að við gerum betur á næsta áriLeikmenn Elfsborg hreinsa eftir hornspyrnu Ólafs Páls.Vísir/Arnþór„Við getum verið stoltir af þessu en við hefðum samt sem áður átt að vinna einvígið,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, svekktur eftir 2-1 sigur á Elfsborg í kvöld. „Við klúðruðum leiknum fyrir okkur sjálfum með mistökum sem lið og við náðum ekki að klóra okkur upp úr því.“ Verkefni dagsins var erfitt en FH tapaði fyrri leiknum 1-4 í Svíþjóð. „Við höfðum fulla trú á verkefninu allt frá upphafi. Við vissum hvað við ætluðum að gera og fara út í og það gekk að flestu leyti upp í dag. Við gerðum hinsvegar nokkur mistök og við lærum vonandi af því.“ FH var nálægt því að komast í fjórðu umferð undankeppninnar annað árið í röð. „Við verðum vonandi í Evrópukeppni á næsta ári og getum byggt á þessu. Enn byggjum við á það sem við höfum verið að gera síðustu ár og ná góðum árangri í Evrópukeppnunum en ég vona innilega að við gerum betur á næsta ári,“ sagði Ólafur sem var ánægður að heyra að Stjarnan komst áfram. „Við erum alltaf að byggja á ákveðinni reynslu og hugmyndafræði í Evrópukeppnum og við erum orðnir mjög reynslumiklir á þessu sviði. Ég var að heyra að Stjarnan komst áfram gegn sterku liði og ég vill bara óska þeim til hamingju að ná þessum árangri á sínu fyrsta ári. Þetta er frábær árangur hjá nýliðum í þessari keppni,“ sagði Ólafur sem óskaði þeim góðs gengis. „Ég óska þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar og maður verður bara stoltur af því að sjá íslensk lið komast svona langt. Þeir náðu að stíga sama skref og við náðum í fyrra og þeir eru grátlega nálægt því að ná frábærum árangri og sleppa við hundleiðinlegt undirbúningstímabil á Íslandi næsta vetur.“ Klas: FH myndi standa sig vel í AllsvenskanVísir/Arnþór„Ég er sáttur með úrslitin, verkefni dagsins var að komast áfram og við náðum því,“ sagði Klas Ingesson, þjálfari Elfsborg, sáttur eftir leikinn. „Við lögðum mikla áherslu á það að halda ró okkar jafnvel þótt FH myndi skora eitt-tvö mörk eða við myndum fá á okkur rautt spjald. Okkur gekk illa að skapa færi en vörnin hélt vel.“ Klas var óánægður með margt í leik Elfsborg en hrósaði varnarlínu sinni eftir leikinn. „Við vörðumst mjög vel í þessum leik. Þegar FH komst yfir nýttu þeir sér vel að við þurftum að færa miðjumann í miðvörðinn vegna þess að miðvörðurinn var meiddur. Okkur gekk illa að senda boltann á milli og að sækja hratt en varnarlínan bjargaði okkur.“ Klas lagði mikla áherslu á það fyrir leik að vanmeta ekki FH. „Starf þjálfarans er að halda leikmönnunum á tánum og við lögðum mikla áherslu á þennan leik. Við vissum að með því að komast áfram í kvöld er líklegra að við komust í Evrópukeppni, verð leikmanna hækkar og við fáum auknar tekjur í kassann.“ Klas hafði fulla trú á því að FH gæti staðið sig vel í Allsvenskan, efstu deild í Svíþjóð. „Ég held að þeir myndu standa sig vel í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir eru með sterkt lið sem spilaði vel í dag. Ég bjóst við að þeir myndu þreytast eftir að hafa haft yfirhöndina í fyrri hálfleik en þeir héldu sífellt áfram.“ Klas var afar hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Mér líkar vel við fólkið hérna, ég hef ekki fengið tækifæri á því að skoða mikið en af þeim sem ég hef hitt hafa allir verið mjög almennilegir.“ Davíð: Eigum fullt erindi í ElfsborgDavíð í baráttunni í leiknum.Vísir/Arnþór„Þetta er gríðarlega svekkjandi, við vorum nálægt þessu en náðum ekki að ógna nægilega mikið þegar við komumst í 2-0,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við vissum það að það var möguleiki á því að gera eitthvað gegn þessu liði hérna á heimavelli og við sýndum það í dag að það var möguleiki en við náðum ekki að nýta okkur hann.“ Heimamenn komu af gríðarlegum krafti inn í leikinn og náðu verðskuldað forskotinu snemma leiksins. „Við fengum góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik og við hefðum þurft að bæta við þar en það vantaði herslumuninn.“ Staðan var jöfn þegar hálftími var til leiksloka út í Svíþjóð en þrjú sænsk mörk gerðu nánast út um einvígið í fyrri leik liðanna. „Við gerðum of mikið af einstaklingsmistökum í fyrri leiknum og þeir refsuðu okkur fyrir það. Það var einfaldlega of mikið að þurfa að vinna upp 4-1 tap í kvöld.“ Davíð Þór var ánægður með spilamennskuna í kvöld. „Við sýndum að við eigum fullt erindi í þetta lið og það sem er mest svekkjandi við þetta er að við áttum í fullt tré við þá úti líka. Það er frábært að heyra að Stjarnan komst áfram og það hefði verið gaman að fá tvö íslensk lið í pottinum en því miður náðum við því ekki,“ sagði Davíð sem vonaðist til þess að komast á næsta leik hjá Stjörnunni. „Ef maður fær miða, það verður eitthvað erfitt,“ sagði Davíð léttur. Atli: Langur vegur ennþáFH-ingar fagna marki Atla í fyrri hálfleik.Vísir/Arnþór„Við náum inn marki snemma sem var ætlunin en seinna markið kom full seint,“ sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir 2-1 sigur á Elfsborg í kvöld. „Við byrjum þetta mjög vel, fáum sénsa og náum að pota inn einu marki. Fyrri hálfleikurinn var eiginlega bara eins og við ætluðum okkur en þetta gekk ekki í endann.“ FH náði að bæta við öðru marki þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skyndilega þurftu Hafnfirðingar aðeins eitt mark. Elfsborg leysti það hinsvegar vel og gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. „Það skiptir svosem engu máli að þeir skoruðu þetta mark eða ekki. Við reyndum allt sem við gátum til að skora og vorum of fáir þarna aftast. Við vorum að reyna að spila okkur í gegn sem gekk illa.“ „Við höfum sýnt að við eigum séns í flest lið sem koma hingað en það er langur vegur ennþá,“ sagði Atli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira