Lífið

Svíar ætla halda eigið Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið verður á skjánum. 
Daði Freyr og Gagnamagnið verður á skjánum. 

Eins og margir vita er búið að aflýsa Eurovision í ár sem átti að fara fram í Rotterdam í næsta mánuði.

Var það gert vegna útbreiðslu kórunuveirunnar í álfunni en Svíar ætla að halda eigin Eurovision-keppni í ár.

Þetta kemur fram í grein á Aftonbladet. Fyrirkomulagið verður þannig að tveir sérstakir sjónvarpsþættir verða sýndir og í þeim fyrri velja Svíar 25 lög af þeim 41 sem ætluðu að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár.

Síðan verður úrslitakvöld með þeim 25 löndum og einn sigurvegari stendur eftir. Laga Daða Freys og Gagnamagnsins Think about things verður vissulega á sínum stað og verður upptaka af þeirra flutning spiluð í þættinum. 

Svíar nota síðan sértakt app sem hefur verið notað í kringum Melodifestivalen undanfarin ár til að kjósa. Bæði kvöldin verða sýnd á SVT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.