Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður.
Rúmlega 1800 Palestínumenn, að mestu leyti óbreyttir borgarar hafa látið lífið í átökunum og 67 Ísraelar, að mestu leyti hermenn.
Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa
