Lífið

Hasselhoff hent út af spilavíti

Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi

Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins.

Í maí 2007 komst í hámæli myndband sem 16 ára dóttur Hasselhoff lak á netið. Þar sást hann þar liggja útúrdrukkinn á gólfi í heimahúsi.

Hasselhoffgaf út í vor að hann væri hættur daðri og öllu sukki. Ljóst er að honum hefur ekki tekist að halda sér á beinu brautinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.