Þrjár af sex andartegundum á Tjörninni að deyja út Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Fuglalíf á Tjörninni Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. Endur eiga verulega erfitt uppdráttar á Reykjavíkurtjörn og ljóst að flestar andartegundir deyja út ef ekkert er að gert. Þetta segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann hefur nýlokið talningu þar og þó að hún komi aðeins skár út en í fyrra er ekki mikið tilefni til kæti. Sex andartegundir verpa á Tjörninni en þar af eru þrjár við það að deyja út; duggönd, gargönd og æður. Ástæðurnar eru margar, til dæmis afrán frá hrafni og köttum, mávar gleypa síðan unga, varpland skreppur saman í Vatnsmýrinni og svo er fæðuskortur og samkeppni við aðgangsharða mávana erfið. Gleðitíðindin eru þó þau að urtönd hefur orpið á Tjörninni en það er í fyrsta sinn sem það gerist. Hún er þó árlegur gestur þar að vetrartíma. Ólafur Karl segir þó að helstu gleðitíðindin séu þau að borgaryfirvöld hafi látið af afskiptaleysisstefnu sinni í þessum málum en hún myndi ganga af þessu fuglalífi dauðu. Þessi nýja stefna birtist til dæmis í því að þrjátíu æðarungum var sleppt í Vatnsmýrinni í sumar og er fæði komið til þeirra nú, þótt markmiðið sé að þeir lifi sem villtir fuglar í framtíðinni. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Sjá meira
Endur eiga verulega erfitt uppdráttar á Reykjavíkurtjörn og ljóst að flestar andartegundir deyja út ef ekkert er að gert. Þetta segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann hefur nýlokið talningu þar og þó að hún komi aðeins skár út en í fyrra er ekki mikið tilefni til kæti. Sex andartegundir verpa á Tjörninni en þar af eru þrjár við það að deyja út; duggönd, gargönd og æður. Ástæðurnar eru margar, til dæmis afrán frá hrafni og köttum, mávar gleypa síðan unga, varpland skreppur saman í Vatnsmýrinni og svo er fæðuskortur og samkeppni við aðgangsharða mávana erfið. Gleðitíðindin eru þó þau að urtönd hefur orpið á Tjörninni en það er í fyrsta sinn sem það gerist. Hún er þó árlegur gestur þar að vetrartíma. Ólafur Karl segir þó að helstu gleðitíðindin séu þau að borgaryfirvöld hafi látið af afskiptaleysisstefnu sinni í þessum málum en hún myndi ganga af þessu fuglalífi dauðu. Þessi nýja stefna birtist til dæmis í því að þrjátíu æðarungum var sleppt í Vatnsmýrinni í sumar og er fæði komið til þeirra nú, þótt markmiðið sé að þeir lifi sem villtir fuglar í framtíðinni.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Sjá meira