Sport

Þakið á fótboltaleikvangi gefur sig undan snjó - ótrúlegt myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Leikvangur Minnesota Vikings í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum er stórskemmdur eftir mikla ofankomu um helgina. Það snjóaði og snjóaði í Minneapolis eða allt þar til að þakið á leikvanginum gaf sig.

Hubert H. Humphrey Metrodome leikvangurinn tekur yfir 64 þúsund manns á fótboltaleikjum og er því gríðarstórt mannvirki. Leikvangurinn er einna þekktastur fyrir þakið sem er gert úr sveigjanlegum glertrefjum (fiberglass).

Það varð að færa leik Minnesota Vikings og New York Giants úr höllinni enda rétt hægt að ímynda sér kringumstæðurnar ef að þakið hefði gefið sig í miðjum leik.

Sjónvarpsmyndavélar inn á leikvanginum náðu því þegar snjórinn fór í gegnum þakið. það er hægt að sjá myndbandið af þessu hér fyrir ofan en það er óhætt að taka undir orð þeirra sem hafa lýst þessu eins og einni af senunum úr hamfaramyndinni The Day After Tomorrow.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×