Tónlist

Von á nýju lagi frá Quarashi

Bjarki Ármannsson skrifar
Quarashi slógu í gegn á Þjóðhátíð í Eyjum.
Quarashi slógu í gegn á Þjóðhátíð í Eyjum. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir
„Þegar ég labbaði út af sviðinu hugsaði ég jájá, fokkitt. Við gerum bara nýtt lag,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. Sveitin hélt kveðjutónleika á Þjóðhátíð í Eyjum en stefnir samt sem áður á að gefa út nýtt lag snemma í næsta mánuði.

„Við getum ekki endalaust spilað Stick‘em up,“ segir Sölvi og hlær. Hann segir að nýja lagið verði nokkurs konar haustlag. En mun sveitin þá ekki þurfa að halda aðra tónleika til að flytja nýja lagið?

„Þetta var lokagiggið þangað til annað er ákveðið,“ segir hann. „En er nokkuð mark á mér takandi með það lengur?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.