Innlent

Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir. Mynd/Anton Brink
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni.

Keflavíkurganga hin nýja lagði af stað frá Vogaafleggjara fyrir hádegi og til stendur að ganga tíu kílómetra að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið og ávarpa fundinn við Kúagerði.

Hópur Suðurnesjamanna stendur að göngunni til að vekja athygli á því að atvinnuleysi á Íslandi er hvergi meira en á Suðurnesjum en þar ganga nú sextán hundruð manns atvinnulausir.

Einar Bárðarson, einn skipuleggjanda göngunnar, segir að rúmlega 300 manns taka þátt í göngunni. Hann segir að þar á meðal séu nokkrir af þingmönnum Suðurkjördæmisins.


Tengdar fréttir

Keflavíkurgangan farin í dag

Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði.

Keflavíkurgangan er markaðstilraun

Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna.

Keflavíkurgangan farin á morgun

Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×