Star Wars KOTOR 2: The Sith Lords 13. október 2005 19:01 Star Wars leikirnir hafa notið töluverða vinsælda í gegnum tíðina, þó aðalega hjá þeim sem fíla Star Wars, sem er alveg skiljanlegt því leikirnir fjalla mikið um þá hluti sem tengjast myndunum sbr “the force” og þessháttar sem fólk ætti kanski ekki að þekkja svo auðveldlega. Sith Wars er engin undantekning, þú leikur Jedi riddara sem vaknar á yfirgefnu eldsneytis tungli, nakinn og minnislaus. Þú þarft að skoða þig um og reyna að komast að því hvað er að gerðist og leysa gátuna. Fljótlega bætast við leikinn fjölmargar persónur, þar á meðal Jedi meistari sem tekur það að sér að þjálfa þig af því að þú varst víst gerður útlægur úr Jedi reglunni fyrir að hafa tekið þátt í stríði. Þú hefur fullt vald sem stjórnandi leiksins að ákveða hvort þú viljir vera góður eða slæmur. Svarmöguleikarnir geta verið allt frá “yes i will help you” til “give me what i need or ill kill you” og í hvert sinn sem þú gerir eitthvað gott færðu stig sem gilda fyrir góða máttinn (the force) og öfugt ef þú gerir eitthvað slæmt. Sama hvaða ákvörðun þú tekur þá er varla hægt að klúðra leiknum, hann keyrir bara áfram sama hvað þú segir og þegar þú ert búinn að ná þér í geislasverð þá er lítið sem getur stoppað þig. Hægt er að velja hvernig Jedi þú ætlar að vera, hvort þú ætlar að vera meistari með sverðið eða einbeitt þér að “the force” eða mitt á milli. Til að byrja með er betra að velja sverðið en þegar þú ert orðinn nokkuð góður þá er “the force” mun sterkari, þú getur bara gengið frá heilum herdeildum í einum grænum með honum, mjög gaman. Þú getur tekið ákvörðun um að þjálfa þá sem ganga í lið með þér til að verða Jedi og þá geta fleiri verið með geislasverð og þá stoppar þig nákvæmlega ekkert, þú einfaldlega hraunar liðið niður án þess að svitna eða svo mikið sem þurfa á klósettið. Hægt er að uppfæra vopn og brynjur hér og þar í leiknum, sem kemur sér mjög vel þegar maður er búinn að komast upp á lagið með það, en til þess þarftu vinnubekk sem er að finna á hinum ýmsum stöðum sem og líka ákveðna punkta í þar til gerðum “skills” eins og tölvum og fyrstu hjálp. Eftir því sem þú færð fleiri punkta þá geturðu búið til betri vopn og brynjur osfvr. Þær persónur sem bætast við leikinn eru mjög áhugaverðar. Allt frá því að vera mannaveiðarar til vélmenni sem upprunalega voru gerð til að drepa þig. Hvað sem því líður þá virðist vera sem allir vilji annaðhvort drepa þig eða fangelsa þig því að það hefur verið sett mikið fé þér til höfuðs þannig að “plottið” í leiknum getur verið ansi ruglandi á tímum og veit maður aldrei hverjum á að treysta eða ekki. Bardagakerfið er bæði gott og slæmt. Gott upp á það að gera að það fer alltaf sjálfkrafa á pásu þegar þú mætir óvin og getur þar með ákveðið hvernig þú ætlar þér að berjast, slæmt með það að gera að það er mjög ruglingslegt á tímum og endar stundum með því að mennirnir hlaupa bara í hringi og þarf maður þá að hafa hraðann á því ef það eru margir óvinir fyrir framan þig og kallinn er að reyna að lemja aftasta gaurinn þá stúta hinir kallarnir þér bara á meðan að þú ert að hlaupa í hringi, og meira segja lenti ég í því að minn kall ákvað að hlaupa bara eitthvert lengst út í buskann til að reyna að komast að einhverjum sem var hinum megin við stein. Frekar pirrandi. Sum samtöl eru mjög áhugaverð, þegar verið er að tala um sögu Jedi riddarana og Sith riddarana líka (sem eru vondu Jedi gaurarnir) þá sest maður bara aftur í stólinn og horfir á, en hins vegar þá hefði alveg mátt sleppa sumum samtölum, til dæmis þeim sem eru við geimverur. Þau samtöl eru hundleiðinleg því þau eru töluð á einhverju bull tungumáli (og það er ekki verið að tala um þýsku eða frönsku hérna) og geta verið mjög langdregin, það hefði alveg mátt sleppa þeim að mínu mati. Sem og líka þegar verið er að spila samtöl á milli vélmenna. Stundum er meira segja boðið upp á valmöguleika á “beeb, beeb” eða “dwooo” sem er svolítið furðulegt því maður veit ekki einu sinni um hvað er rætt. Grafíkin er þokkaleg, það er ekkert verið að finna upp hjólið aftur en hún skilar sér ágætlega, sem og tónlistin sem er í anda Star Wars myndana, stór og íburðamikil sinfóníu tónlist í anda John Williams. Ekki er boðið upp á fjölspilun. Þar sem ég er mikill Star Wars aðdáandi þá fannst mér þessi leikur frábær, að geta fengið að spila Jedi riddara (sem er btw mjög svalir) er bara geggjað gaman, vopnin eru mjög flott og skemmtilegt er að leika sér með geislasverðin, gera þau mismunandi á litinn, bæta við kristölum og skipta um linsur sem gera þau sterkari eða tvöföld eða bara hvað sem er. Fyrir þá sem ekki hafa horft á Star Wars myndirnar þá held ég að þessi leikur komi ekki til með að falla í kramið hjá þeim, því mikið er talað um hluti sem eiginlega ætlast er til að spilarinn viti um sem komið hefur fram í myndunum. Að mínu mati einn besti Star Wars leikurinn. Framleiðandi: Obsidian Entertainment/BioWare Útgefandi: LucasArts Vélbúnaður: PC Heimasíða: www.kotor2.com Leikjavísir Stefán Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Star Wars leikirnir hafa notið töluverða vinsælda í gegnum tíðina, þó aðalega hjá þeim sem fíla Star Wars, sem er alveg skiljanlegt því leikirnir fjalla mikið um þá hluti sem tengjast myndunum sbr “the force” og þessháttar sem fólk ætti kanski ekki að þekkja svo auðveldlega. Sith Wars er engin undantekning, þú leikur Jedi riddara sem vaknar á yfirgefnu eldsneytis tungli, nakinn og minnislaus. Þú þarft að skoða þig um og reyna að komast að því hvað er að gerðist og leysa gátuna. Fljótlega bætast við leikinn fjölmargar persónur, þar á meðal Jedi meistari sem tekur það að sér að þjálfa þig af því að þú varst víst gerður útlægur úr Jedi reglunni fyrir að hafa tekið þátt í stríði. Þú hefur fullt vald sem stjórnandi leiksins að ákveða hvort þú viljir vera góður eða slæmur. Svarmöguleikarnir geta verið allt frá “yes i will help you” til “give me what i need or ill kill you” og í hvert sinn sem þú gerir eitthvað gott færðu stig sem gilda fyrir góða máttinn (the force) og öfugt ef þú gerir eitthvað slæmt. Sama hvaða ákvörðun þú tekur þá er varla hægt að klúðra leiknum, hann keyrir bara áfram sama hvað þú segir og þegar þú ert búinn að ná þér í geislasverð þá er lítið sem getur stoppað þig. Hægt er að velja hvernig Jedi þú ætlar að vera, hvort þú ætlar að vera meistari með sverðið eða einbeitt þér að “the force” eða mitt á milli. Til að byrja með er betra að velja sverðið en þegar þú ert orðinn nokkuð góður þá er “the force” mun sterkari, þú getur bara gengið frá heilum herdeildum í einum grænum með honum, mjög gaman. Þú getur tekið ákvörðun um að þjálfa þá sem ganga í lið með þér til að verða Jedi og þá geta fleiri verið með geislasverð og þá stoppar þig nákvæmlega ekkert, þú einfaldlega hraunar liðið niður án þess að svitna eða svo mikið sem þurfa á klósettið. Hægt er að uppfæra vopn og brynjur hér og þar í leiknum, sem kemur sér mjög vel þegar maður er búinn að komast upp á lagið með það, en til þess þarftu vinnubekk sem er að finna á hinum ýmsum stöðum sem og líka ákveðna punkta í þar til gerðum “skills” eins og tölvum og fyrstu hjálp. Eftir því sem þú færð fleiri punkta þá geturðu búið til betri vopn og brynjur osfvr. Þær persónur sem bætast við leikinn eru mjög áhugaverðar. Allt frá því að vera mannaveiðarar til vélmenni sem upprunalega voru gerð til að drepa þig. Hvað sem því líður þá virðist vera sem allir vilji annaðhvort drepa þig eða fangelsa þig því að það hefur verið sett mikið fé þér til höfuðs þannig að “plottið” í leiknum getur verið ansi ruglandi á tímum og veit maður aldrei hverjum á að treysta eða ekki. Bardagakerfið er bæði gott og slæmt. Gott upp á það að gera að það fer alltaf sjálfkrafa á pásu þegar þú mætir óvin og getur þar með ákveðið hvernig þú ætlar þér að berjast, slæmt með það að gera að það er mjög ruglingslegt á tímum og endar stundum með því að mennirnir hlaupa bara í hringi og þarf maður þá að hafa hraðann á því ef það eru margir óvinir fyrir framan þig og kallinn er að reyna að lemja aftasta gaurinn þá stúta hinir kallarnir þér bara á meðan að þú ert að hlaupa í hringi, og meira segja lenti ég í því að minn kall ákvað að hlaupa bara eitthvert lengst út í buskann til að reyna að komast að einhverjum sem var hinum megin við stein. Frekar pirrandi. Sum samtöl eru mjög áhugaverð, þegar verið er að tala um sögu Jedi riddarana og Sith riddarana líka (sem eru vondu Jedi gaurarnir) þá sest maður bara aftur í stólinn og horfir á, en hins vegar þá hefði alveg mátt sleppa sumum samtölum, til dæmis þeim sem eru við geimverur. Þau samtöl eru hundleiðinleg því þau eru töluð á einhverju bull tungumáli (og það er ekki verið að tala um þýsku eða frönsku hérna) og geta verið mjög langdregin, það hefði alveg mátt sleppa þeim að mínu mati. Sem og líka þegar verið er að spila samtöl á milli vélmenna. Stundum er meira segja boðið upp á valmöguleika á “beeb, beeb” eða “dwooo” sem er svolítið furðulegt því maður veit ekki einu sinni um hvað er rætt. Grafíkin er þokkaleg, það er ekkert verið að finna upp hjólið aftur en hún skilar sér ágætlega, sem og tónlistin sem er í anda Star Wars myndana, stór og íburðamikil sinfóníu tónlist í anda John Williams. Ekki er boðið upp á fjölspilun. Þar sem ég er mikill Star Wars aðdáandi þá fannst mér þessi leikur frábær, að geta fengið að spila Jedi riddara (sem er btw mjög svalir) er bara geggjað gaman, vopnin eru mjög flott og skemmtilegt er að leika sér með geislasverðin, gera þau mismunandi á litinn, bæta við kristölum og skipta um linsur sem gera þau sterkari eða tvöföld eða bara hvað sem er. Fyrir þá sem ekki hafa horft á Star Wars myndirnar þá held ég að þessi leikur komi ekki til með að falla í kramið hjá þeim, því mikið er talað um hluti sem eiginlega ætlast er til að spilarinn viti um sem komið hefur fram í myndunum. Að mínu mati einn besti Star Wars leikurinn. Framleiðandi: Obsidian Entertainment/BioWare Útgefandi: LucasArts Vélbúnaður: PC Heimasíða: www.kotor2.com
Leikjavísir Stefán Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira