Ekki tókst að kveikja Þrettándabrennu á Ægisíðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2020 19:45 Aðeins náðist að kveikja í lítilli glæðu í bálkestinum niðri á Ægisíðu í tilefni af Þrettándanum. vísir Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir. Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir.
Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30
Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31
Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59