Söluskrá SVFR komin út Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2020 08:41 Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér. Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Veitt og sleppt að sanna ágæti sitt í mörgum ám Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér.
Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Veitt og sleppt að sanna ágæti sitt í mörgum ám Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði