Innlent

Ráðamenn hvattir til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu

Keflavíkurgöngu hinni nýju lauk með samstöðufundi við Kúagerði um tvöleytið þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkjunar fyrir atvinnulausa ávarpaði fundinn. Síðan var fulltrúum ráðamanna afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1600 manns atvinnulausir.

Einkum voru ráðamenn hvattir til að greiða fyrir og standa að minnsta kosti ekki í vegi fyrir því að ýmis atvinnuuppbygging verði að veruleika, meðal annars gagnaver, álverið í Helguvík, menningar- og heilsutengd ferðaþjónusta og tónlistarhúsið Hljómahöllin.

Þingmenn frá flestum flokkum mættu á svæðið, meðal annars, formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson.

Mynd/Víkurfréttir
Um 300 manns munu hafa tekið þátt í göngunni.


Tengdar fréttir

Keflavíkurgangan farin í dag

Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði.

Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni.

Keflavíkurgangan er markaðstilraun

Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×