Konsúllinn verður kyrr Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Guðlaugur Þór lét kanna mál Borislavovu. vísir/vilhelm „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00
Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00