Konsúllinn verður kyrr Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Guðlaugur Þór lét kanna mál Borislavovu. vísir/vilhelm „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00
Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00