Nýjar og skapandi áherslur í heilsugæslu Óttarr Proppé skrifar 16. október 2017 07:00 Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun