Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals.
Hópurinn lagði af stað síðla föstudags í sérútbúnum rútubílum. ,,Ég verð að viðurkenna það, að ég missti örlítið þvag í hamagangnum í Krossá," segir Karl Daníel, einn ferðalanganna, en rúturnar þurftu að aka yfir ýmis fljót og ár til að komast á áfangastað.
Veðrið lék við nemendur að morgni laugardags og nutu þeir blíðunnar ýmist í að ganga á fjöll eða slaka á í heitri laug.
Nemendur skemmtu sér konunglega, enda allt til alls í Þórsmörk og getur hver fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fréttin er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.
Lífið