GoldenEye Rogue Agent 13. október 2005 19:01 Bond. James B... nei ekki í þetta skiptið! Nú ert þú fyrrverandi starfsfélagi njósnara 007 sem hefur sagt upp starfi sínu hjá leyniþjónustu Breta MI6 og farið að starfa fyrir óvininn. Þegar Rouge Agent starfaði hjá MI6 var hann þekktur fyrir grófar og mjög hættulegar aðferðir sem dugðu þó alltaf til að klára verkefnið. En höfuð MI6 var alls ekki sátt við ósiðferðislegan starfshátt Rouge Agent og segir að hann sé að verða að því sem MI6 er einmitt til að berjast gegn. Móðgaður af M, segir útsendarinn starfi sínu lausu og verður að Rouge Agent, fyrsta spilanlega illmenni í sögu Bond leikja. Í sínu síðasta verkefni hjá MI6 er Rouge Agent skotinn í augað af illmenninu Dr. No og verður það til þess að hann missir augað og fær í staðin vélrænt auga, tækniundur frá Aulric Goldfinger. Þar af leiðandi kemur nafnið Gullauga (GoldenEye). Söguhluti leiksins hefur átta stór borð hvert með mismunandi verkefnum og svæðum. En það er í raun engin sérstaklega djúp né áhugaverð saga til að binda borðin saman og er leikurinn bara samansuða mismunandi verkefni sem þarf að leysa. Rouge Agent hittir í sögunni margar þekktar persónur úr Bond myndum en hann talar aldrei og maður nær aldrei að bindast persónunni sem maður spilar almennilega sem verður til þess að manni verður nánast sama um persónuna og söguna. Hönnun borða er alls ekkert sérstök, leiðinleg að spila jafnt sem horfa á, miklar endurtekningar og lítið ímyndunarafl. Spilun leiksins er í meðallagi. Það sem er nýtt í spiluninni eru möguleikinn á að taka óvinin sem gísl (hef bara séð það í Die Hard: Vendetta áður) og svo auðvitað gullaugað. Gíslatakan fer þannig fram að maður ber óvininn í hausinn með byssunni, hrifsar hann til sín og notar sem lifandi skjöld og svo þegar maður er búinn að nota mannskjöldinn þá hendir maður honum bara frá sér helst á aðra óvini eða ofan í sjóðandi pott af sýru. Svo er það gullaugað, tækniundur sem hægt er að uppfæra til að hjálpa við framvindu leiksins. Gagnlegustu uppfærslurnar eru "Magnetic Polarity Shield" sem er einhverskonar rafmagnaður skjöldur í kringum spilarannann sem ver gegn byssukúlum óvina og svo er það "EM Hack" sem gerir kleyft að eyðileggja vopn óvinarins. Hinar uppfærslurnar eru nánast gagnslausar og nennti ég ekki að nota þær af neinu ráði. Í leiknum er sæmileg gervigreind sem hönnuðirnir nefna "EVIL AI" og segja að lagi sig af spilun þess sem spilar leikinn. Gervigreindin er alls ekki fullkomin en hún heldur manni þó við efnið því að óvinir hlaupa í skjól við hvert tækifæri, skjóta fyrir horn og reyna jafnvel að koma aftan að þér þegar þú ert ekki að fylgjast með. Þetta skapar meira spennandi spilun og fær mann til að vanda sig meira við spilunina í staðin fyrir að hlaupa bara áfram og skjóta, þó er þetta ekki að takast eins vel í GoldenEye og það gerðist í t.d. Half-life. GoldenEye hefur ágætis úrval af vopnum; skammbyssur, vélbyssur, árásar rifflar, haglabyssur, allskonar ofurvopn og jafnvel allskonar sprengjur sem hægt er að koma fyrir. Eins og í fyrri GoldenEye leik er mögulegt að bera og hleypa af tveimur vopnum í einu, sem er alltaf góður kostur í skotleikjum. Í heildina litið er einspilunarhluti leiksins alls ekkert sérstakur; örfáar og ekkert sérstaklega frumlegar brellur bæta ekki upp fyrir skort á spennandi sögu eða spilun. En GoldenEye hefur líka fjölspilun sem getur mögulega aukið líftíma leiksins Grafík fyrstu persónu skotleikja (FPS) er oft mjög stór hluti af vinsældum þeirra. FPS leikir hafa í gegnum tíðina verið leiðandi á ýmsum sviðum í grafík og hönnun. En GoldenEye: Rouge Agent klikkar algjörlega á því sviði. Grafík leiksins er leiðinleg, auðgleymanleg og óáhugaverð. Rétt eins og borð leiksins þá skorta módel persóna leiksins smáatriði og fíngerð. Ýmislegt í grafík og útliti leiksins verður til þess að manni finnst eins og það hafi verið gert í flýti eða af áhugaleysi. Ég hef séð fimm ára gamla leiki með betri og áhugaverðari grafík en er í þessum leik. Hljóðheimur GoldenEye: Rouge Agent er prýðilegur, styður Dolby Digital og hefur vottun frá THX. Judi Dench sem leikur M í Bond myndunum talar einnig fyrir M í leiknum og Christopher Lee (Sarúman í Hringadróttinssögu myndunum) talar fyrir Francisco Scaramanga úr "The Man with the Golden Gun". Mest töff við hljóð leiksins er að óvinir kalla sín á milli setningar eins og "he's by the steam-pipe!" or "he's armed with an assault rifle!" þegar svo á við. Sprengju/skothljóð eru vel gerð og tónlist ágæt. > Niðurstaða: Í heildina er GoldeneEye: Rouge Agent ekki nema rétt sæmilegur leikur sem fer illa með nafn fyrri GoldeneEye leik sem kom á Nintendo 64. Fyrri GoldenEye var frumlegur gullmoli sem er eitthvað sem Rouge Agent er alls ekki. Þó það sé yfirleitt skemmtilegt að vera vondi karlinn (sjáið bara Grand Theft Auto!) þá er það því miður ekki svo í þessum leik. Eins og Rouge Agent féll úr náð MI6 fellur leikurinn allur frá þeim vonum sem aðdáendur tölvuleikja höfðu til hans. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: EA Los Angeles Útgefandi: Electronic Arts Heimasíða: http://www.eagames.com/official/goldeneye/rogue/us/home.jsp Guðjón Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bond. James B... nei ekki í þetta skiptið! Nú ert þú fyrrverandi starfsfélagi njósnara 007 sem hefur sagt upp starfi sínu hjá leyniþjónustu Breta MI6 og farið að starfa fyrir óvininn. Þegar Rouge Agent starfaði hjá MI6 var hann þekktur fyrir grófar og mjög hættulegar aðferðir sem dugðu þó alltaf til að klára verkefnið. En höfuð MI6 var alls ekki sátt við ósiðferðislegan starfshátt Rouge Agent og segir að hann sé að verða að því sem MI6 er einmitt til að berjast gegn. Móðgaður af M, segir útsendarinn starfi sínu lausu og verður að Rouge Agent, fyrsta spilanlega illmenni í sögu Bond leikja. Í sínu síðasta verkefni hjá MI6 er Rouge Agent skotinn í augað af illmenninu Dr. No og verður það til þess að hann missir augað og fær í staðin vélrænt auga, tækniundur frá Aulric Goldfinger. Þar af leiðandi kemur nafnið Gullauga (GoldenEye). Söguhluti leiksins hefur átta stór borð hvert með mismunandi verkefnum og svæðum. En það er í raun engin sérstaklega djúp né áhugaverð saga til að binda borðin saman og er leikurinn bara samansuða mismunandi verkefni sem þarf að leysa. Rouge Agent hittir í sögunni margar þekktar persónur úr Bond myndum en hann talar aldrei og maður nær aldrei að bindast persónunni sem maður spilar almennilega sem verður til þess að manni verður nánast sama um persónuna og söguna. Hönnun borða er alls ekkert sérstök, leiðinleg að spila jafnt sem horfa á, miklar endurtekningar og lítið ímyndunarafl. Spilun leiksins er í meðallagi. Það sem er nýtt í spiluninni eru möguleikinn á að taka óvinin sem gísl (hef bara séð það í Die Hard: Vendetta áður) og svo auðvitað gullaugað. Gíslatakan fer þannig fram að maður ber óvininn í hausinn með byssunni, hrifsar hann til sín og notar sem lifandi skjöld og svo þegar maður er búinn að nota mannskjöldinn þá hendir maður honum bara frá sér helst á aðra óvini eða ofan í sjóðandi pott af sýru. Svo er það gullaugað, tækniundur sem hægt er að uppfæra til að hjálpa við framvindu leiksins. Gagnlegustu uppfærslurnar eru "Magnetic Polarity Shield" sem er einhverskonar rafmagnaður skjöldur í kringum spilarannann sem ver gegn byssukúlum óvina og svo er það "EM Hack" sem gerir kleyft að eyðileggja vopn óvinarins. Hinar uppfærslurnar eru nánast gagnslausar og nennti ég ekki að nota þær af neinu ráði. Í leiknum er sæmileg gervigreind sem hönnuðirnir nefna "EVIL AI" og segja að lagi sig af spilun þess sem spilar leikinn. Gervigreindin er alls ekki fullkomin en hún heldur manni þó við efnið því að óvinir hlaupa í skjól við hvert tækifæri, skjóta fyrir horn og reyna jafnvel að koma aftan að þér þegar þú ert ekki að fylgjast með. Þetta skapar meira spennandi spilun og fær mann til að vanda sig meira við spilunina í staðin fyrir að hlaupa bara áfram og skjóta, þó er þetta ekki að takast eins vel í GoldenEye og það gerðist í t.d. Half-life. GoldenEye hefur ágætis úrval af vopnum; skammbyssur, vélbyssur, árásar rifflar, haglabyssur, allskonar ofurvopn og jafnvel allskonar sprengjur sem hægt er að koma fyrir. Eins og í fyrri GoldenEye leik er mögulegt að bera og hleypa af tveimur vopnum í einu, sem er alltaf góður kostur í skotleikjum. Í heildina litið er einspilunarhluti leiksins alls ekkert sérstakur; örfáar og ekkert sérstaklega frumlegar brellur bæta ekki upp fyrir skort á spennandi sögu eða spilun. En GoldenEye hefur líka fjölspilun sem getur mögulega aukið líftíma leiksins Grafík fyrstu persónu skotleikja (FPS) er oft mjög stór hluti af vinsældum þeirra. FPS leikir hafa í gegnum tíðina verið leiðandi á ýmsum sviðum í grafík og hönnun. En GoldenEye: Rouge Agent klikkar algjörlega á því sviði. Grafík leiksins er leiðinleg, auðgleymanleg og óáhugaverð. Rétt eins og borð leiksins þá skorta módel persóna leiksins smáatriði og fíngerð. Ýmislegt í grafík og útliti leiksins verður til þess að manni finnst eins og það hafi verið gert í flýti eða af áhugaleysi. Ég hef séð fimm ára gamla leiki með betri og áhugaverðari grafík en er í þessum leik. Hljóðheimur GoldenEye: Rouge Agent er prýðilegur, styður Dolby Digital og hefur vottun frá THX. Judi Dench sem leikur M í Bond myndunum talar einnig fyrir M í leiknum og Christopher Lee (Sarúman í Hringadróttinssögu myndunum) talar fyrir Francisco Scaramanga úr "The Man with the Golden Gun". Mest töff við hljóð leiksins er að óvinir kalla sín á milli setningar eins og "he's by the steam-pipe!" or "he's armed with an assault rifle!" þegar svo á við. Sprengju/skothljóð eru vel gerð og tónlist ágæt. > Niðurstaða: Í heildina er GoldeneEye: Rouge Agent ekki nema rétt sæmilegur leikur sem fer illa með nafn fyrri GoldeneEye leik sem kom á Nintendo 64. Fyrri GoldenEye var frumlegur gullmoli sem er eitthvað sem Rouge Agent er alls ekki. Þó það sé yfirleitt skemmtilegt að vera vondi karlinn (sjáið bara Grand Theft Auto!) þá er það því miður ekki svo í þessum leik. Eins og Rouge Agent féll úr náð MI6 fellur leikurinn allur frá þeim vonum sem aðdáendur tölvuleikja höfðu til hans. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: EA Los Angeles Útgefandi: Electronic Arts Heimasíða: http://www.eagames.com/official/goldeneye/rogue/us/home.jsp
Guðjón Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira