Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. október 2017 08:45 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata Vísir/Ernir Þingkonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir í einlægum pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni í gær. Hún endar pistilinn á að beina orðum sínum til karla og hvetur þá til að tala við aðra stráka og karlmenn um samþykki, mörk og mannhelgi allra. „Fjórtán ára gömul fagnaði ég áramótum heima hjá foreldrum mínum ásamt nokkrum gestum. Kunningi foreldra minna, sem var um fimmtugt þrábað mig um að setjast „í fangið á frænda.“ Ég vildi það ekki. Hann sagði „gefðu frænda knús“ og faðmaði mig. Hann sagði „gefðu frænda koss“ og kyssti mig. Maðurinn var ekki frændi minn.“ Þórhildur Sunna segir líka frá atviki í skólasundi þar sem hún fékk krampa í fótlegginn. Hún bað sundkennarann um að fá að hvíla sig á meðan hún losnaði við krampann. „Hann sagði að ég þyrfti hvort eð er ekki að synda, gæti bara flotið með þessi brjóst framan á mér. Þetta þótti nú ekki merkilegt atvik né tilefni til aðgerða, þrátt fyrir að alvitað væri að þessi maður hafi margoft hagað sér ósæmilega við fleiri nemendur en mig.“Ætti að taka þessu sem hrósiHún lýsir því einnig hvað stúlkur upplifa oft neikvætt hugarfar eða skilningsleysi þegar þær segja frá kynferðislegri áreitni. „Sautján ára gömul var ég stödd í skemmtigarði í bekkjarferð í Danmörku. Við vorum þrjár bekkjarsystur á vappi í garðinum. Það rigndi og buxurnar mínar voru gegnblautar. Þá sló mig einhver fast á rassinn. Ég táraðist af sársauka. Þeir voru þrír, drengirnir sem eltu okkur á röndum þetta kvöld, gripu í okkur, klipu okkur, slógu og þvinguðu á okkur kossa. Okkur tókst að lokum að flýja þá, sögðum kennaranum okkar frá þessu og lögðum af stað heim á hótel. Þá fundu drengirnir okkur aftur í lestinni og fóru að hrella aðrar stelpur í bekknum. Þegar við höfðum loksins hrist þá af okkur aftur og komnar á hótelið bönnuðu kennararnir okkur þremur að fara á veitingarsvæði hótelsins til að fá okkur kakó því þar voru ókunnir menn og við gætum „komið okkur aftur í vandræði.““ Þórhildur Sunna segir að frá átján ára aldri og langt fram á tvítugsaldurinn hafi hún ítrekað orðið fyrir því að ókunnugir menn klipu hana í rassinn eða flengdu hana, en þóttust svo ekkert vita þegar hún sneri sér við. „Þetta gerðist nánast hvert einasta skipti sem ég kíkti út með vinum mínum að skemmta mér í Reykjavík. Reiði minni og vanmætti var alla jafna mætt með skilningsleysi og sinnuleysi. Ég ætti að taka þessu sem hrósi, ég ætti ekki að taka þetta nærri mér. Svona væri þetta bara.“Blendin viðbrögð þegar hún sagði fráÞegar Þórhildur Sunna var rúmlega tvítug flutti hún til Hollands í nám og á leið sinni ein heim í gegnum miðborginna mætti hún oft mönnum í hópum sem hrópuðu að konum sem fóru framhjá þeim. „Þeir upplýstu mig um hvernig þeir myndu taka mig, hvaða álit þeir höfðu á rassinum á mér og spurðu mig hvert ég væri að fara, eltu mig stundum áleiðis og gripu í mig þannig að ég þurfti að hlaupa heim.“ Hún segir að karlkyns vinir sínir í Hollandi hafi varla trúað sér og skildu ekki hvers vegna hún væri að kippa sér svona mikið upp við þetta. Þegar hún var flengd í búningapartýi sagði kunningi hennar að hún væri að biðja um þetta af því að hún var í klæðalitlum búningi. Þáverandi kærasti hennar var sammála og sagði að ekki væri við öðru að búast í þessum fötum sem hún hafði valið sér. Þegar Þórhildur Sunna var tæplega þrítug fékk hún óþægilega strauma frá manni fyrir utan bar. Þetta var kvöldið sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust og henni leið illa. Hún sagði manninum að hún væri óörugg og bað hann að fara heim á undan, það væri ekkert persónulegt en myndi láta henni líða betur. „Hann hélt nú ekki. Hann steig nær og spurði: „Viltu ekki bara koma í sleik?“ Þegar ég spurði af hverju hann léti svona þegar ég væri nýbúin að biðja hann um að fara var svarið: „Af því að mig langar til þess.“ Ég ákvað að taka leigubíl þennan örstutta spöl heim til mín bara til þess að maðurinn kæmist ekki að því hvar ég ætti heima.” Hún segir að viðbrögð sín hafi verið blendin þegar hún sagði fólki frá þessu. Sumum hafi fundist þetta lítið mál á meðan öðrum fannst þetta ólíðandi.Varð valdur að reiði og vanlíðan„Þetta eru örfá dæmi, raunar bara brotabrot af öllum þeim óteljandi skiptum sem menn hafa freklega gengið á líkama minn, klipið í hann og slegið, gripið í brjóst, rass og jafnvel píku án míns samþykkis, án þess jafnvel að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut. Þessi veruleiki og viðmótið sem blasti við mér þegar ég sagði frá varð valdur að reiði og vanlíðan lengi vel í lífi mínu.“ Þórhildur Sunna bendir á að hún sé ekki ein, flestar konur hafi margar svona sögur að segja. „Margar hafa stigið fram og lýst áreiti og ofbeldi sem þessu, verra ofbeldi, verri kúgun en ég lýsi hér. Hver byltingin hefur rekið aðra í þessum efnum. Rétt er að taka fram að margir karlmenn hafa líka sögur sem þessar að segja.“ Hún endar á því að beina orðum sínum til karla, konur hafi barist og slegist og hrópað og kallað og krafist þess að kynferðisbrot séu tekin alvarlega.Biður hún karlmenn um að hlusta vandlega á það. „Mig langar að biðja ykkur um að tala við vini ykkar, pabba ykkar og bræður, frændur ykkar og syni og alla aðra sem vilja tala við ykkur um samþykki. Um mörk. Um mannhelgi allra. Hugurinn og hugrekkið hefur borið okkur hálfa leið en herslumuninn vantar. Takið frumkvæði. Hlustið. Talið um tilfinningar. Talið um samþykki og mörk. Hafnið áreiti og ofbeldi. Sannleikurinn gerir okkur frjáls. Líka gerendur. Leiðréttum það sem aflaga hefur farið í samskiptum okkar. Gerum þetta saman.“ MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þingkonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir í einlægum pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni í gær. Hún endar pistilinn á að beina orðum sínum til karla og hvetur þá til að tala við aðra stráka og karlmenn um samþykki, mörk og mannhelgi allra. „Fjórtán ára gömul fagnaði ég áramótum heima hjá foreldrum mínum ásamt nokkrum gestum. Kunningi foreldra minna, sem var um fimmtugt þrábað mig um að setjast „í fangið á frænda.“ Ég vildi það ekki. Hann sagði „gefðu frænda knús“ og faðmaði mig. Hann sagði „gefðu frænda koss“ og kyssti mig. Maðurinn var ekki frændi minn.“ Þórhildur Sunna segir líka frá atviki í skólasundi þar sem hún fékk krampa í fótlegginn. Hún bað sundkennarann um að fá að hvíla sig á meðan hún losnaði við krampann. „Hann sagði að ég þyrfti hvort eð er ekki að synda, gæti bara flotið með þessi brjóst framan á mér. Þetta þótti nú ekki merkilegt atvik né tilefni til aðgerða, þrátt fyrir að alvitað væri að þessi maður hafi margoft hagað sér ósæmilega við fleiri nemendur en mig.“Ætti að taka þessu sem hrósiHún lýsir því einnig hvað stúlkur upplifa oft neikvætt hugarfar eða skilningsleysi þegar þær segja frá kynferðislegri áreitni. „Sautján ára gömul var ég stödd í skemmtigarði í bekkjarferð í Danmörku. Við vorum þrjár bekkjarsystur á vappi í garðinum. Það rigndi og buxurnar mínar voru gegnblautar. Þá sló mig einhver fast á rassinn. Ég táraðist af sársauka. Þeir voru þrír, drengirnir sem eltu okkur á röndum þetta kvöld, gripu í okkur, klipu okkur, slógu og þvinguðu á okkur kossa. Okkur tókst að lokum að flýja þá, sögðum kennaranum okkar frá þessu og lögðum af stað heim á hótel. Þá fundu drengirnir okkur aftur í lestinni og fóru að hrella aðrar stelpur í bekknum. Þegar við höfðum loksins hrist þá af okkur aftur og komnar á hótelið bönnuðu kennararnir okkur þremur að fara á veitingarsvæði hótelsins til að fá okkur kakó því þar voru ókunnir menn og við gætum „komið okkur aftur í vandræði.““ Þórhildur Sunna segir að frá átján ára aldri og langt fram á tvítugsaldurinn hafi hún ítrekað orðið fyrir því að ókunnugir menn klipu hana í rassinn eða flengdu hana, en þóttust svo ekkert vita þegar hún sneri sér við. „Þetta gerðist nánast hvert einasta skipti sem ég kíkti út með vinum mínum að skemmta mér í Reykjavík. Reiði minni og vanmætti var alla jafna mætt með skilningsleysi og sinnuleysi. Ég ætti að taka þessu sem hrósi, ég ætti ekki að taka þetta nærri mér. Svona væri þetta bara.“Blendin viðbrögð þegar hún sagði fráÞegar Þórhildur Sunna var rúmlega tvítug flutti hún til Hollands í nám og á leið sinni ein heim í gegnum miðborginna mætti hún oft mönnum í hópum sem hrópuðu að konum sem fóru framhjá þeim. „Þeir upplýstu mig um hvernig þeir myndu taka mig, hvaða álit þeir höfðu á rassinum á mér og spurðu mig hvert ég væri að fara, eltu mig stundum áleiðis og gripu í mig þannig að ég þurfti að hlaupa heim.“ Hún segir að karlkyns vinir sínir í Hollandi hafi varla trúað sér og skildu ekki hvers vegna hún væri að kippa sér svona mikið upp við þetta. Þegar hún var flengd í búningapartýi sagði kunningi hennar að hún væri að biðja um þetta af því að hún var í klæðalitlum búningi. Þáverandi kærasti hennar var sammála og sagði að ekki væri við öðru að búast í þessum fötum sem hún hafði valið sér. Þegar Þórhildur Sunna var tæplega þrítug fékk hún óþægilega strauma frá manni fyrir utan bar. Þetta var kvöldið sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust og henni leið illa. Hún sagði manninum að hún væri óörugg og bað hann að fara heim á undan, það væri ekkert persónulegt en myndi láta henni líða betur. „Hann hélt nú ekki. Hann steig nær og spurði: „Viltu ekki bara koma í sleik?“ Þegar ég spurði af hverju hann léti svona þegar ég væri nýbúin að biðja hann um að fara var svarið: „Af því að mig langar til þess.“ Ég ákvað að taka leigubíl þennan örstutta spöl heim til mín bara til þess að maðurinn kæmist ekki að því hvar ég ætti heima.” Hún segir að viðbrögð sín hafi verið blendin þegar hún sagði fólki frá þessu. Sumum hafi fundist þetta lítið mál á meðan öðrum fannst þetta ólíðandi.Varð valdur að reiði og vanlíðan„Þetta eru örfá dæmi, raunar bara brotabrot af öllum þeim óteljandi skiptum sem menn hafa freklega gengið á líkama minn, klipið í hann og slegið, gripið í brjóst, rass og jafnvel píku án míns samþykkis, án þess jafnvel að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut. Þessi veruleiki og viðmótið sem blasti við mér þegar ég sagði frá varð valdur að reiði og vanlíðan lengi vel í lífi mínu.“ Þórhildur Sunna bendir á að hún sé ekki ein, flestar konur hafi margar svona sögur að segja. „Margar hafa stigið fram og lýst áreiti og ofbeldi sem þessu, verra ofbeldi, verri kúgun en ég lýsi hér. Hver byltingin hefur rekið aðra í þessum efnum. Rétt er að taka fram að margir karlmenn hafa líka sögur sem þessar að segja.“ Hún endar á því að beina orðum sínum til karla, konur hafi barist og slegist og hrópað og kallað og krafist þess að kynferðisbrot séu tekin alvarlega.Biður hún karlmenn um að hlusta vandlega á það. „Mig langar að biðja ykkur um að tala við vini ykkar, pabba ykkar og bræður, frændur ykkar og syni og alla aðra sem vilja tala við ykkur um samþykki. Um mörk. Um mannhelgi allra. Hugurinn og hugrekkið hefur borið okkur hálfa leið en herslumuninn vantar. Takið frumkvæði. Hlustið. Talið um tilfinningar. Talið um samþykki og mörk. Hafnið áreiti og ofbeldi. Sannleikurinn gerir okkur frjáls. Líka gerendur. Leiðréttum það sem aflaga hefur farið í samskiptum okkar. Gerum þetta saman.“
MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira