Handbolti

Giedrius áfram á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giedrius var magnaður í úrslitakeppninni.
Giedrius var magnaður í úrslitakeppninni. vísir/stefán
Markvörðurinn Giedrius Morkunas leikur áfram með Haukum í Olís-deild karla í handbolta en nýr samning þess efnis var undirritaður í gær.

Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Hauka en Giedrius fór á kostum í úrslitakeppninni í vor þegar Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í tíunda skipti í sögu félagsins.

Giedrius, sem er Lithái, hefur verið í herbúðum Hauka frá 2012 en unnusta hans, Marija Gedroit, leikur með kvennaliði félagsins.

Haukar verða með nýjan mann í brúnni á næsta tímabili en Gunnar Magnússon tók við liðinu af Patreki Jóhannessyni í vor.


Tengdar fréttir

Fullkomin kveðjugjöf

Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24.

Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi?

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×