Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:00 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti slitabúanna. Vísir/Heiða/Anton Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira