Bacca hetja Sevilla í Varsjá | Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 18:15 Carlos Bacca er maður kvöldsins. vísir/getty Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3: Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3:
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira