„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 16:46 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir „Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“ Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“
Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06